Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30