Setja um 2,2 milljarða í rafmyntanámu í Reykjanesbæ Haraldur Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2017 10:30 Starfsemi Genesis Mining, sem Hive Blockchain Technologies hefur keypt, er rekin í gagnaveri Advania á Fitjum í Reykjanesbæ. Vísir/Ernir Hlutafé íslensks einkahlutafélags sem heldur utan um rekstur rafmyntanámu Genesis Mining á Fitjum í Reykjanesbæ var um miðjan október aukið um rúma 2,2 milljarða króna. Þar er grafið eftir gjaldmiðlum á borð við Bitcoin og Ether. Starfsemin á sér einungis um þriggja ára sögu hér á landi og var nýverið seld til samstarfsfyrirtækis Genesis sem er skráð í kanadískri kauphöll. Byrjuðu 2013 Forsvarsmenn Genesis Mining, sem eins og einn viðmælandi Markaðarins orðaði það, eru Þjóðverjar og frumkvöðlar frá öðrum Evrópulöndum sem byrjuðu á réttum stað og tíma, hófu að grafa eftir Bitcoin hér á landi árið 2014. Fyrirtækið var stofnað ári áður og rekur að þeirra sögn starfsemi í öllum heimsálfum og hefur stækkað mjög hratt. Marco Streng, forstjóri móðurfélagsins Genesis Group, hefur í viðtölum við erlenda fjölmiðla lýst aðdáun sinni á Íslandi og bent á að hér sé ofgnótt vistvænnar raforku. Forstjórinn hefur fullyrt að fyrirtækið kaupi raforku fyrir um eina milljón evra á mánuði, eða jafnvirði 123 milljóna króna, og að hann hafi áhuga á að kaupa jarðvarmaorkuver hér á landi.Marco Streng, forstjóri Genesis GroupSkjáskot/YoutubeGenesis Mining flutti síðar rekstur sinn úr íslenska gagnaverinu Borealis Data Center til Advania Data Centers á Fitjum í Reykjanesbæ. Gagnaverið þar heitir Mjölnir og þegar fyrsti áfangi þess var byggður, á einungis einum og hálfum mánuði vorið 2014, lýsti framkvæmdastjóri hjá Advania í samtali við Markaðinn miklum áhuga erlendra fjárfesta á að hefja þar Bitcoin-námastarfsemi. Þar hefur Genesis grafið eftir rafmyntum og boðið einstaklingum og fjárfestum að kaupa samninga um námugröft (e. mining contracts). Þannig geta viðskiptavinir fyrirtækisins notað tækjabúnað Genesis til að grafa eftir rafmyntum og þurfa ekki að kaupa sinn eigin. Streng hefur í viðtölum ekki viljað gefa upp hversu mikið magn gjaldmiðla náman á Suðurnesjum nær að fanga. Þangað til í síðustu viku hafði ekki birst viðtal við forsvarsmann frá fyrirtækinu sem sýndi nákvæma staðsetningu hennar. Fullyrt hefur verið að viðskiptavinir fyrirtækisins sé vel yfir 700 þúsund talsins. Stærst í Ether Útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin og Ether byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, eða eins og í tilfelli Genesis mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum fyrir aðstoð við útgáfu nýrra skráa. Gjaldmiðlarnir eru því helsti drifkrafturinn í þróun tækninnar sem einn viðmælandi Markaðarins fullyrðir að muni gjörbreyta heiminum. Fyrirtækið er samkvæmt upplýsingum Markaðarins leiðandi í þróun og námugreftri Ether, gjaldmiðils Ethereum-tækninnar. Um byltingarkennda og nýja kynslóð rafmyntar er að ræða sem rússneski forritarinn Vitalik Buterin kynnti fyrst árið 2013. Ether er þó ekki einungis hefðbundin rafmynt eins og Bitcoin sem byggir á kubbakeðjutækninni heldur einnig á kerfinu Ethereum sem býður upp á fleiri forritunarmöguleika. Með því er til að mynda hægt að halda utan um svokallaða snjallsamninga (e. smart contracts) og ýmsa viðskiptagjörninga á netinu. Samkvæmt vefsíðu Genesis rekur fyrirtækið stærstu Ethereum námu heims hér á landi. Þar er að auki hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá starfsstöðinni á Fitjum. Einnig er hægt að kaupa þar rafmyntirnar Zcash og Dash en sérstaklega er tekið fram að samningar um Bitcoin séu uppseldir.Selt kanadísku félagi Hlutafé Genesis Mining Iceland ehf. var þann 19. október aukið úr 500 þúsunda króna lágmarkinu í 2.229 milljónir króna að nafnvirði. Þetta kemur fram í skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK. Aftur á móti virðist sem Genesis hafi í september síðastliðnum selt starfsemi sína hér á landi til samstarfsfyrirtækis síns HIVE Blockchain Technologies Ltd. Hlutabréf HIVE voru um svipað leyti tekin til viðskipta í kanadísku kauphöllinni TSX Venture Exchange í kjölfar hlutafjárútboðs sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum. Í tilkynningu kanadíska félagsins til kauphallarinnar þann 10. október segir að HIVE sé nú eigandi tækjabúnaðarins í Reykjanesbæ og að Genesis sé stærsti hluthafi félagsins með um 30 prósenta hlut. Þá muni Genesis sjá áfram um rekstur námunnar í Reykjanesbæ, og fjögurra annarra sem HIVE ætli sér að reka í framtíðinni. Þannig verði stuðlað að áframhaldandi þróun Ethereum sem muni brúa bilið á milli kubbakeðjunnar og hefðbundinna fjármagnsmarkaða. Samkvæmt tilkynningum HIVE til TSX Venture Exchange á félagið einnig kauprétt á öðrum starfsstöðvum Genesis á Íslandi og í Svíþjóð. Markaðurinn hefur ekki upplýsingar um að Genesis reki fleiri starfsstöðvar hér á landi en að öllum líkindum er um að ræða fyrirliggjandi samninga um byggingu fleiri slíkra. Helmut Rauth, nýráðinn framkvæmdastjóri Genesis Mining, sagðist ekki geta veitt blaðinu viðtal sökum anna en hann er nú staddur hér á landi. Í síðustu viku var svo tilkynnt að HIVE hefði samið við Genesis um byggingu nýs gagnavers í Svíþjóð. Framleiðslugeta kanadíska félagsins muni þannig aukast um 175 prósent. Marco Streng og nokkrir aðrir forsvarsmenn Genesis eru samkvæmt vefsíðu HIVE í sérstökum ráðgjafahópi félagsins. Genesis Mining Iceland var stofnað í árslok 2016. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins var tölvubúnaður þess metinn á um 100 milljónir króna í lok tímabilsins. Þar er þó ekki getið um hverjir raunverulegir eigendur félagsins eru.Rjúka upp Fjallað var um starfsemi Genesis hér á landi í Quest Means Business, sjónvarpsþætti Richard Quest á CNN, í síðustu viku. Þáttarstjórnandinn heimsótti gagnaverið á Fitjum en fjallaði eingöngu um þann hluta rekstursins sem snýr að námuvinnslu Bitcoin. Eftir að hafa kvartað undan hinum mikla hávaða sem í húsnæðinu er, sem rekja má til öflugra vifta sem sjá um að kæla tækjabúnaðinn, benti Quest á að markaðsvirði rafmyntarinnar hefur aukist gríðarlega frá byrjun þessa árs. Eitt Bitcoin kostaði við lokun markaða í gær 6.390 Bandaríkjadali. Í ársbyrjun var verðið rétt yfir 1.000 dollurum og hefur rafmyntin því rúmlega sexfaldast í virði á einungis tíu mánuðum. Bitcoin rauf 5.000 dollara múrinn í byrjun september. Ether hefur hlutfallslega hækkað umtalsvert meira á sama tímabili. Í ársbyrjun 2017 nam markaðsvirði eins Ethers um átta dollurum. Myntin selst nú á 310 dali en fór hæst upp í tæplega 378 um miðjan júní. Það er því ekki að furða, eins og einn viðmælandi Markaðarins orðaði það, að erlendir fjárfestar komi hér upp námum með margfalt meiri reiknigetu en ofurtölvan sem Veðurstofa Íslands hýsir og er langöflugasta tölva landsins. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Rafmyntir Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Sjá meira
Hlutafé íslensks einkahlutafélags sem heldur utan um rekstur rafmyntanámu Genesis Mining á Fitjum í Reykjanesbæ var um miðjan október aukið um rúma 2,2 milljarða króna. Þar er grafið eftir gjaldmiðlum á borð við Bitcoin og Ether. Starfsemin á sér einungis um þriggja ára sögu hér á landi og var nýverið seld til samstarfsfyrirtækis Genesis sem er skráð í kanadískri kauphöll. Byrjuðu 2013 Forsvarsmenn Genesis Mining, sem eins og einn viðmælandi Markaðarins orðaði það, eru Þjóðverjar og frumkvöðlar frá öðrum Evrópulöndum sem byrjuðu á réttum stað og tíma, hófu að grafa eftir Bitcoin hér á landi árið 2014. Fyrirtækið var stofnað ári áður og rekur að þeirra sögn starfsemi í öllum heimsálfum og hefur stækkað mjög hratt. Marco Streng, forstjóri móðurfélagsins Genesis Group, hefur í viðtölum við erlenda fjölmiðla lýst aðdáun sinni á Íslandi og bent á að hér sé ofgnótt vistvænnar raforku. Forstjórinn hefur fullyrt að fyrirtækið kaupi raforku fyrir um eina milljón evra á mánuði, eða jafnvirði 123 milljóna króna, og að hann hafi áhuga á að kaupa jarðvarmaorkuver hér á landi.Marco Streng, forstjóri Genesis GroupSkjáskot/YoutubeGenesis Mining flutti síðar rekstur sinn úr íslenska gagnaverinu Borealis Data Center til Advania Data Centers á Fitjum í Reykjanesbæ. Gagnaverið þar heitir Mjölnir og þegar fyrsti áfangi þess var byggður, á einungis einum og hálfum mánuði vorið 2014, lýsti framkvæmdastjóri hjá Advania í samtali við Markaðinn miklum áhuga erlendra fjárfesta á að hefja þar Bitcoin-námastarfsemi. Þar hefur Genesis grafið eftir rafmyntum og boðið einstaklingum og fjárfestum að kaupa samninga um námugröft (e. mining contracts). Þannig geta viðskiptavinir fyrirtækisins notað tækjabúnað Genesis til að grafa eftir rafmyntum og þurfa ekki að kaupa sinn eigin. Streng hefur í viðtölum ekki viljað gefa upp hversu mikið magn gjaldmiðla náman á Suðurnesjum nær að fanga. Þangað til í síðustu viku hafði ekki birst viðtal við forsvarsmann frá fyrirtækinu sem sýndi nákvæma staðsetningu hennar. Fullyrt hefur verið að viðskiptavinir fyrirtækisins sé vel yfir 700 þúsund talsins. Stærst í Ether Útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin og Ether byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, eða eins og í tilfelli Genesis mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum fyrir aðstoð við útgáfu nýrra skráa. Gjaldmiðlarnir eru því helsti drifkrafturinn í þróun tækninnar sem einn viðmælandi Markaðarins fullyrðir að muni gjörbreyta heiminum. Fyrirtækið er samkvæmt upplýsingum Markaðarins leiðandi í þróun og námugreftri Ether, gjaldmiðils Ethereum-tækninnar. Um byltingarkennda og nýja kynslóð rafmyntar er að ræða sem rússneski forritarinn Vitalik Buterin kynnti fyrst árið 2013. Ether er þó ekki einungis hefðbundin rafmynt eins og Bitcoin sem byggir á kubbakeðjutækninni heldur einnig á kerfinu Ethereum sem býður upp á fleiri forritunarmöguleika. Með því er til að mynda hægt að halda utan um svokallaða snjallsamninga (e. smart contracts) og ýmsa viðskiptagjörninga á netinu. Samkvæmt vefsíðu Genesis rekur fyrirtækið stærstu Ethereum námu heims hér á landi. Þar er að auki hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá starfsstöðinni á Fitjum. Einnig er hægt að kaupa þar rafmyntirnar Zcash og Dash en sérstaklega er tekið fram að samningar um Bitcoin séu uppseldir.Selt kanadísku félagi Hlutafé Genesis Mining Iceland ehf. var þann 19. október aukið úr 500 þúsunda króna lágmarkinu í 2.229 milljónir króna að nafnvirði. Þetta kemur fram í skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK. Aftur á móti virðist sem Genesis hafi í september síðastliðnum selt starfsemi sína hér á landi til samstarfsfyrirtækis síns HIVE Blockchain Technologies Ltd. Hlutabréf HIVE voru um svipað leyti tekin til viðskipta í kanadísku kauphöllinni TSX Venture Exchange í kjölfar hlutafjárútboðs sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum. Í tilkynningu kanadíska félagsins til kauphallarinnar þann 10. október segir að HIVE sé nú eigandi tækjabúnaðarins í Reykjanesbæ og að Genesis sé stærsti hluthafi félagsins með um 30 prósenta hlut. Þá muni Genesis sjá áfram um rekstur námunnar í Reykjanesbæ, og fjögurra annarra sem HIVE ætli sér að reka í framtíðinni. Þannig verði stuðlað að áframhaldandi þróun Ethereum sem muni brúa bilið á milli kubbakeðjunnar og hefðbundinna fjármagnsmarkaða. Samkvæmt tilkynningum HIVE til TSX Venture Exchange á félagið einnig kauprétt á öðrum starfsstöðvum Genesis á Íslandi og í Svíþjóð. Markaðurinn hefur ekki upplýsingar um að Genesis reki fleiri starfsstöðvar hér á landi en að öllum líkindum er um að ræða fyrirliggjandi samninga um byggingu fleiri slíkra. Helmut Rauth, nýráðinn framkvæmdastjóri Genesis Mining, sagðist ekki geta veitt blaðinu viðtal sökum anna en hann er nú staddur hér á landi. Í síðustu viku var svo tilkynnt að HIVE hefði samið við Genesis um byggingu nýs gagnavers í Svíþjóð. Framleiðslugeta kanadíska félagsins muni þannig aukast um 175 prósent. Marco Streng og nokkrir aðrir forsvarsmenn Genesis eru samkvæmt vefsíðu HIVE í sérstökum ráðgjafahópi félagsins. Genesis Mining Iceland var stofnað í árslok 2016. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins var tölvubúnaður þess metinn á um 100 milljónir króna í lok tímabilsins. Þar er þó ekki getið um hverjir raunverulegir eigendur félagsins eru.Rjúka upp Fjallað var um starfsemi Genesis hér á landi í Quest Means Business, sjónvarpsþætti Richard Quest á CNN, í síðustu viku. Þáttarstjórnandinn heimsótti gagnaverið á Fitjum en fjallaði eingöngu um þann hluta rekstursins sem snýr að námuvinnslu Bitcoin. Eftir að hafa kvartað undan hinum mikla hávaða sem í húsnæðinu er, sem rekja má til öflugra vifta sem sjá um að kæla tækjabúnaðinn, benti Quest á að markaðsvirði rafmyntarinnar hefur aukist gríðarlega frá byrjun þessa árs. Eitt Bitcoin kostaði við lokun markaða í gær 6.390 Bandaríkjadali. Í ársbyrjun var verðið rétt yfir 1.000 dollurum og hefur rafmyntin því rúmlega sexfaldast í virði á einungis tíu mánuðum. Bitcoin rauf 5.000 dollara múrinn í byrjun september. Ether hefur hlutfallslega hækkað umtalsvert meira á sama tímabili. Í ársbyrjun 2017 nam markaðsvirði eins Ethers um átta dollurum. Myntin selst nú á 310 dali en fór hæst upp í tæplega 378 um miðjan júní. Það er því ekki að furða, eins og einn viðmælandi Markaðarins orðaði það, að erlendir fjárfestar komi hér upp námum með margfalt meiri reiknigetu en ofurtölvan sem Veðurstofa Íslands hýsir og er langöflugasta tölva landsins. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Rafmyntir Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Sjá meira