Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Haraldur Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir að fyrirtækið muni fara fram á skaðabætur. Lögreglurannsókn er á lokastigi. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent