Nýtt Cool Runnings ævintýri í uppsiglingu á vetrarólympíuleikunum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 11:30 Nígería mætir í snjóinn. mynd/nígería Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST
Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira