The Economist: Strákarnir okkar eru skæruliðar fótboltans í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:30 "Skæruliðarnir okkar“ með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í fararbroddi. Vísir/Anton Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira