Skattafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 21:04 Repúblikanar fagna eftir að frumvarpið var samþykkt. Vísir/AFP Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir. Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir.
Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira