Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Kenískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um stöðu mála í Simbabve. Í Simbabve hefur hins vegar minna verið fjallað um stöðuna sem upp er komin. Ríkisblaðið Herald sagði frá því að herinn hefði alls ekki tekið völdin. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45