UFC fær mikla gagnrýni: „Endar með því að Stallone mæti Kim Kardashian“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 13:45 Kim Kardashian gæti lent í basli með Rocky. vísir/getty „Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia. MMA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia.
MMA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira