Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 21:15 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán Valur hafði betur í stórleik umferðarinnar gegn ÍBV á Hlíðarenda, 32-28. Leikurinn var jafn allt fram að loka mínútunum, liðin skiptust á að leiða leikinn og staðan þegar fimm mínútur voru til leiksloka 26-26, en röð mistaka hjá ÍBV varð til þess að Valur sigldi tveimur stigum í höfn og öruggum sigri. ÍBV byrjaði leikinn betur, voru agaðar í vörn og sókn á meðan Valskonur voru að tapa boltanum í sókninni en þær náðu þó að stilla leik sinn fljótlega og úr varð hörku leikur. Markmenn liðanna þær Chantel Pagel og Guðný Jenný Ásmundsdóttir voru að verja vel í fyrri hálfleiknum og var það aðallega skipulagsleysi í sókninni sem mátti finna að hjá liðunum. Staðan eftir fyrri hálfleikinn 15-15, sanngjörn staða. Síðari hálfleikur byrjaði á sömu nótum, vörn og markvarsla góð en óskipulagður sóknaleikur varð til þess að liðin töpuðu boltum og fengu á sig auðveld mörk úr hröðum sóknum. Liðin skiptust á að leiða leikinn en Valskonur þó oftar með yfirhöndina. Chantel Pagel hélt uppteknum hætti og varði vel á meðan markvarslan datt niður hjá ÍBV. Asuncion Batista fékk beint rautt spjald, á seinni hluta síðari hálfleiks, eftir að hafa gefið Díönu Dögg olnbogaskot. Dómarar leiksins hikuðu ekki og sendu Asun útaf með rautt spjald. Staðan var jöfn á 55. mínútu, 26-26, þá er tekið leikhlé, Valur stillti upp í sókn sem Diana Satkausskaite skoraði úr. ÍBV fór þá í sókn en tapaði boltanum strax og sama uppskrift skilaði öðru marki frá Diönu. ÍBV missti þá aftur boltanum og þá var það Díana Dögg sem skoraði í autt mark Eyjakvenna og staðan allt í einu orðin 29-26. Þá var allt loft farið úr blöðrunni og síðustu tvær mínúturnar auðveldar hjá Val. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Vals 32-28. Af hverju vann Valur Valskonur misstu ekki haus, svo einfalt er það. Þær hafa sýnt það í síðustu leikjum að þær hætta ekki þrátt fyrir slaka byrjun. Í dag sýndu þær góðan varnarleik og geta einnig þakkað Chantel fyrir sitt framlag að þessum sigri. ÍBV sýndi þó góðan leik á köflum og voru líklegar til að taka stigin tvö í 55 mínútur, en það er ekki nóg. Valur vel að þessu kominn. Hverjar stóðu upp úr ? Díana Dögg Magnúsdóttir var staðráðin í því að tapa ekki gegn sínu gamla félagi og átti góðan leik í liði Vals, en hún skoraði 7 mörk og átti heilt yfir góðan leik. Diana Satkauskaite byrjaði leikinn rólega en skilaði að lokum 8 mörkum og var markahæst í liði Vals. Að lokum þá var Chantel Pagel frábær í markinu með 16 varða bolta. Í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir að vanda með góðan leik, þrátt fyrir aðeins 3 mörk þá skilaði hún sínu bæði í vörn og sókn. En Karólína Bæhrenz var atkvæðamest Eyjastúlkna með 8 mörk og þá átti Guðný Jenný einnig fínan leik í markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa ? ÍBV gekk illa að halda einbeitingu og klára leikinn. Bæði lið gerðu sig sek um of mörg tækni mistök í sókninni. Topp lið deildarinnar að kasta boltanum ítrekað útaf eða grípa ekki boltann er ekki nógu gott, mikill munur var þó á liði Vals í seinni hálfleik. ÍBV sýndi flotta vörn á köflum en gekk illa að halda henni og hleyptu Díönu, skyttunum tveimur, of nálægt í auðveld skot. Hvað er næst: Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Slóvakíu í æfingaleikjum 25. – 29. nóvember. ÍBV á tvo leikmenn í hópnum, Ester Óskarsdóttir og Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Næstu leikir liðanna í Olís deildinni eru í desember. 9. desember verður suðurlandsslagur í Vestmannaeyjum þegar ÍBV mætir Selfossi og 10. desember mæta Valskonur botnliði Gróttu. vísir/antonÁgúst Þór: Góð liðsheild skóp þennann sigur Ég er mjög ánægður að hafa náð að landa þessu, sagði þjálfari Vals, Ágúst Þór Jóhannsson. „Við vorum í basli framan af, ÍBV liðið er nátturlega gríðalega sterkt. Við vorum að vandræðast þetta sóknarlega og bara aðeins of passívar varnarlega. En við náðum að finna útúr sóknaleiknum og fórum að skora hratt á þær, skila okkur hratt til baka og svo var Chantel góð fyrir aftan.“ sagði Ágúst Þór, en markmaður liðsins, Chantel Pagel, átti góðan leik í dag. Það hefur verið hæg byrjun á leik Vals síðustu leiki en Ágúst hefur litlar áhyggjur af því á meðan leikirnir eru 60 mínútur „Já það er vissulega rétt, smá værukærð yfir okkur í upphafi leikja en leikirnir eru 60 mínútur. Stelpurnar voru góðar stóran kafla í leiknum í dag, áttu 45 - 50 mínútúr góðar og ég er bara ánægður með að við náðum að sigla þessu heim“ Ágúst Þór var almennt ánægður með stelpurnar eftir leikinn, en tækni mistök í fyrri hálfleik það helsta sem hann hafði út á að setja. Í seinni hálfleik náði liðið að laga sóknarleikinn og fóru stelpurnar að skila sér betur til baka sem skilaði þeim síðan sigrinum í dag. „Heilt yfir er ég bara ánægður með leikinn, lítið sem ég get sett út á því ÍBV er bara með gott lið, þær spila flottan handbolta og það var erfitt að klára þennann leik. Það var mikil og góð liðsheild á vellinum í dag, margar stelpur sem voru að leggja í púkkið og skila sínu, ég er hvað ánægðastur með það.“ Ágúst Þór getur verið ánægður með gengi liðsins í upphafi tímabils, stelpurnar eru taplausar á toppnum með 16 stig eftir níu leiki en Valur fékk alls 16 stig á síðasta tímabili. „Við erum taplaus í deildinni og erum komin með jafn mörg stig og liðið fékk í deildinni á síðasta tímabili þannig að við erum sátt, en skulum ekki gleyma því að deildin er jöfn og sterk svo við þurfum að halda einbeitingu fyrir hvern leik.“ Hrafnhildur: Erfitt fyrir mig að ætla að kenna þeim að grípa bolta núnaHrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að leik loknum og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“ Olís-deild kvenna
Valur hafði betur í stórleik umferðarinnar gegn ÍBV á Hlíðarenda, 32-28. Leikurinn var jafn allt fram að loka mínútunum, liðin skiptust á að leiða leikinn og staðan þegar fimm mínútur voru til leiksloka 26-26, en röð mistaka hjá ÍBV varð til þess að Valur sigldi tveimur stigum í höfn og öruggum sigri. ÍBV byrjaði leikinn betur, voru agaðar í vörn og sókn á meðan Valskonur voru að tapa boltanum í sókninni en þær náðu þó að stilla leik sinn fljótlega og úr varð hörku leikur. Markmenn liðanna þær Chantel Pagel og Guðný Jenný Ásmundsdóttir voru að verja vel í fyrri hálfleiknum og var það aðallega skipulagsleysi í sókninni sem mátti finna að hjá liðunum. Staðan eftir fyrri hálfleikinn 15-15, sanngjörn staða. Síðari hálfleikur byrjaði á sömu nótum, vörn og markvarsla góð en óskipulagður sóknaleikur varð til þess að liðin töpuðu boltum og fengu á sig auðveld mörk úr hröðum sóknum. Liðin skiptust á að leiða leikinn en Valskonur þó oftar með yfirhöndina. Chantel Pagel hélt uppteknum hætti og varði vel á meðan markvarslan datt niður hjá ÍBV. Asuncion Batista fékk beint rautt spjald, á seinni hluta síðari hálfleiks, eftir að hafa gefið Díönu Dögg olnbogaskot. Dómarar leiksins hikuðu ekki og sendu Asun útaf með rautt spjald. Staðan var jöfn á 55. mínútu, 26-26, þá er tekið leikhlé, Valur stillti upp í sókn sem Diana Satkausskaite skoraði úr. ÍBV fór þá í sókn en tapaði boltanum strax og sama uppskrift skilaði öðru marki frá Diönu. ÍBV missti þá aftur boltanum og þá var það Díana Dögg sem skoraði í autt mark Eyjakvenna og staðan allt í einu orðin 29-26. Þá var allt loft farið úr blöðrunni og síðustu tvær mínúturnar auðveldar hjá Val. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Vals 32-28. Af hverju vann Valur Valskonur misstu ekki haus, svo einfalt er það. Þær hafa sýnt það í síðustu leikjum að þær hætta ekki þrátt fyrir slaka byrjun. Í dag sýndu þær góðan varnarleik og geta einnig þakkað Chantel fyrir sitt framlag að þessum sigri. ÍBV sýndi þó góðan leik á köflum og voru líklegar til að taka stigin tvö í 55 mínútur, en það er ekki nóg. Valur vel að þessu kominn. Hverjar stóðu upp úr ? Díana Dögg Magnúsdóttir var staðráðin í því að tapa ekki gegn sínu gamla félagi og átti góðan leik í liði Vals, en hún skoraði 7 mörk og átti heilt yfir góðan leik. Diana Satkauskaite byrjaði leikinn rólega en skilaði að lokum 8 mörkum og var markahæst í liði Vals. Að lokum þá var Chantel Pagel frábær í markinu með 16 varða bolta. Í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir að vanda með góðan leik, þrátt fyrir aðeins 3 mörk þá skilaði hún sínu bæði í vörn og sókn. En Karólína Bæhrenz var atkvæðamest Eyjastúlkna með 8 mörk og þá átti Guðný Jenný einnig fínan leik í markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa ? ÍBV gekk illa að halda einbeitingu og klára leikinn. Bæði lið gerðu sig sek um of mörg tækni mistök í sókninni. Topp lið deildarinnar að kasta boltanum ítrekað útaf eða grípa ekki boltann er ekki nógu gott, mikill munur var þó á liði Vals í seinni hálfleik. ÍBV sýndi flotta vörn á köflum en gekk illa að halda henni og hleyptu Díönu, skyttunum tveimur, of nálægt í auðveld skot. Hvað er næst: Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Slóvakíu í æfingaleikjum 25. – 29. nóvember. ÍBV á tvo leikmenn í hópnum, Ester Óskarsdóttir og Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Næstu leikir liðanna í Olís deildinni eru í desember. 9. desember verður suðurlandsslagur í Vestmannaeyjum þegar ÍBV mætir Selfossi og 10. desember mæta Valskonur botnliði Gróttu. vísir/antonÁgúst Þór: Góð liðsheild skóp þennann sigur Ég er mjög ánægður að hafa náð að landa þessu, sagði þjálfari Vals, Ágúst Þór Jóhannsson. „Við vorum í basli framan af, ÍBV liðið er nátturlega gríðalega sterkt. Við vorum að vandræðast þetta sóknarlega og bara aðeins of passívar varnarlega. En við náðum að finna útúr sóknaleiknum og fórum að skora hratt á þær, skila okkur hratt til baka og svo var Chantel góð fyrir aftan.“ sagði Ágúst Þór, en markmaður liðsins, Chantel Pagel, átti góðan leik í dag. Það hefur verið hæg byrjun á leik Vals síðustu leiki en Ágúst hefur litlar áhyggjur af því á meðan leikirnir eru 60 mínútur „Já það er vissulega rétt, smá værukærð yfir okkur í upphafi leikja en leikirnir eru 60 mínútur. Stelpurnar voru góðar stóran kafla í leiknum í dag, áttu 45 - 50 mínútúr góðar og ég er bara ánægður með að við náðum að sigla þessu heim“ Ágúst Þór var almennt ánægður með stelpurnar eftir leikinn, en tækni mistök í fyrri hálfleik það helsta sem hann hafði út á að setja. Í seinni hálfleik náði liðið að laga sóknarleikinn og fóru stelpurnar að skila sér betur til baka sem skilaði þeim síðan sigrinum í dag. „Heilt yfir er ég bara ánægður með leikinn, lítið sem ég get sett út á því ÍBV er bara með gott lið, þær spila flottan handbolta og það var erfitt að klára þennann leik. Það var mikil og góð liðsheild á vellinum í dag, margar stelpur sem voru að leggja í púkkið og skila sínu, ég er hvað ánægðastur með það.“ Ágúst Þór getur verið ánægður með gengi liðsins í upphafi tímabils, stelpurnar eru taplausar á toppnum með 16 stig eftir níu leiki en Valur fékk alls 16 stig á síðasta tímabili. „Við erum taplaus í deildinni og erum komin með jafn mörg stig og liðið fékk í deildinni á síðasta tímabili þannig að við erum sátt, en skulum ekki gleyma því að deildin er jöfn og sterk svo við þurfum að halda einbeitingu fyrir hvern leik.“ Hrafnhildur: Erfitt fyrir mig að ætla að kenna þeim að grípa bolta núnaHrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að leik loknum og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“