Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu detta niður í 3. sæti meðal Noðurlandaþjóðanna á nýjum FIFA lista. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira