Pólitík stjórnsýslunar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 17:17 Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar