Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-34 | Fyrsta tap FH í vetur Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2017 21:45 Theodór Sigurbjörnsson var frábær í kvöld og skorar hér eitt tíu marka sinna í leiknum. vísir/ernir FH tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í vetur þegar ÍBV mætti í Kaplakrika og sigraði í miklum markaleik, 33-34. Staðan í hálfleik var 13-19 ÍBV í vil en þetta var lokaleikur níundu umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Markahæstur í liði ÍBV voru Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson báðir með 10 mörk en Gísli Þorgeir Kristjánsson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk fyrir FH. FH situr áfram í efsta sæti Olísdeildarinnar þrátt fyrir tapið en Eyjamenn skjótast upp í þriðja sætið. Þessi lið hafa frábæra leikmenn innan sinna raða og því var uppskriftin að góðum leik til staðar. FH byrjaði betur og heimamenn höfðu naumt forskot fyrstu 20 mínútur leiksins. Varnarleikur beggja liða var ekki sem skyldi en það átti eftir að breytast hjá ÍBV. Í Vestmannaeyjum er nefnilega til varnarafbrigði sem menn kalla bara „ÍBV-vörnin“, þar sem hávaxinn varnarmaður kemur langt fram á miðjan völlinn til að trufla flæðið í sóknarleik andstæðingsins. Ef þessi vörn virkar ekki, skilur hún eftir risastór göt en síðustu 10 mínútur hálfleiksins virkaði hún svo sannarlega vel. Andri Heimir Friðriksson lék sem fremsti maður og leikurinn gjörbreyttist. Gestirnir unnu boltann hvað eftir annað af ráðþrota FH-ingum og í sókninni þurftu Eyjamenn lítið að hafa fyrir mörkum sínum. Staðan breyttist úr 11-10 í 13-19 og gestirnir gengu brosmildir til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik. Brosið stirðnaði fljótt að glaðhlakkalegum Eyjamönnum, því að FH-ingar mættu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn og voru búnir að minnka muninn í tvö mörk eftir tæplega 10 mínútna leik. Það sem eftir lifði leiks, var boðið upp á hraða, læti og skemmtun. Eyjamenn létu forskotið aldrei af hendi en hrósa ber FH-ingum fyrir að koma einbeittir og tilbúnir í seinni hálfleikinn. Lokakaflinn var æsispennandi. FH minnkaði muninn í eitt mark þegar um 40 sekúndur voru eftir og allt á suðupunkti í Kaplakrika. ÍBV hélt í lokasókn sína og henni lauk með því að Agnar Smári Jónsson tryggði liðinu sterkan útisigur með góðu skoti fyrir utan. Engu breytti þó að FH skoraði eitt mark til viðbótar í lok leiksins, ÍBV fer með bæði stigin til Eyja.Róbert Aron Hostert sækir að vörn FH í kvöld.vísir/ernirAf hverju vann ÍBV leikinn? Eyjamenn náðu 10 mínútna kafla þar sem vörnin virkaði og það var að lokum það sem skildi liðin að. Það sex marka forskot sem ÍBV náði undir lok fyrri hálfleiks í kjölfar þessa varnarleiks reið baggamuninn, því að FH lenti í þeirri erfiðu stöðu að vera í eltingarleik allan seinni hálfleikinn.Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján Kristjánsson veit greinilega að það er stórmót í janúar en kappinn var mjög góður í þessum leik. Sterkir varnarmenn FH réðu ekkert við Kára, sem skoraði 10 mörk og fiskaði ótal vítaköst. Theodór Sigurbjörnsson var gjörsamlega frábær í fyrri hálfleik en aðeins hægðist á kappanum í þeim síðari. Allt of margir lykilmenn FH voru undir pari. Ásbjörn Friðriksson og Ísak Rafnsson voru t.a.m úti á túni löngum köflum sóknarlega og í ofanálag var varnarleikur og markvarsla ekki að virka. Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður liðsins og Óðinn skilar alltaf sínu í sókninni.Hvað gekk illa? Varnarleikur og markvarsla beggja liða var lengstum í molum. Áðurnefndur kafli ÍBV í lok fyrri hálfleiks var reyndar flottur varnarlega en FH náði aldrei neinum takti í þessa þætti leiksins. Það munaði miklu að miðjublokk FH var í bölvuðu basli með Kára allan leikinn og þess vegna gátu menn kannski ekki leyft sér að vera eins ákafir að sækja skyttur ÍBV framar í vörninni.Hvað gerist næst? FH heldur áfram að berjast við Suðurlandið en Hafnfirðingar halda til Selfoss og mæta þar skemmtilegu liði heimamanna. Svarthvítir þurfa að gera betur en í kvöld og ef menn mæta kærulausir yfir Ölfusinn, fer einfaldlega illa. ÍBV mætir óútreiknalegu liði Fram en sé hægt að miða við frammistöðu Eyjamanna í Krikanum í kvöld, ætti þetta feikilega vel mannaða lið að klára það verkefni. Maður hefur stundum á tilfinningunni að einn af verstu andstæðingum ÍBV, sé hausinn á þeim sjálfum. Ef þetta liðið keyrir á fullu gasi og mætir tilbúið, eru fáir sem geta staðist þeim snúning. Arnar: Sérfræðingarnir finna eitthvað neikvættArnar einbeittur í kvöld.vísir/ernir„Ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum frábærir og spiluðum mjög vel gegn frábæru FH-liði,“ sagði sigurreifur þjálfari ÍBV, Arnar Pétursson, eftir góðan sigur ÍBV gegn FH. Varnarleikur ÍBV var mjög grimmur síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks og það byggði upp sex marka forskot sem FH náði aldrei að brúa alveg. „Já já og svo auðvitað frábær sóknarleikur í fyrri hálfleik. Við skorum 19 mörk gegn mjög góðu liði FH sem spilar frábæra vörn og er með góða markmenn. Það er því ekkert bara hægt að segja að það sé vörnin þó svo að sérfræðingarnir í settinu finni örugglega eitthvað neikvætt við þetta sko. Við vorum bara að spila frábæran sóknarleik lengi vel og ég er, eins og ég sagði áðan, gríðarlega ánægður með strákana.“ ÍBV er á faraldsfæti þessa dagana og nú bíður verkefni utan Íslands. „Já, það er Hvíta-Rússland á laugardaginn í Evrópukeppninni. Við förum upp um eitt sæti í deildinni með þessum sigri og það er bara gott hjá okkur. Ég er samt fyrst og fremst ánægður með stígandann í leiknum en þessi stígandi hefur verið til staðar í undanförnum leikjum. Ég er auðvitað bara sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Halldór: Erum í óskiljanlegum vandræðum með KáraHalldór messar yfir sínum mönnum.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir of marga þætti leiksins hafa verið í ólagi hjá liðinu í tapinu gegn ÍBV. „Við erum bara virkilega lélegir í 10-15 mínútur og þeir rúlla bara yfir okkur á þeim kafla. Þetta kostar það að missa þá í mikla forystu og svo erum við bara óskynsamir. Við erum líka alveg í óskiljanlega miklum vandræðum með Kára inni á línunni,“ segir Halldór. „Það hefur einkennt okkur mikill agi en í þessum leik erum við agalausir stóran hluta af leiknum. Þú getur ekki leyft þér það gegn svona góðu liði.“ Halldór er ekki að hengja sig of mikið í þá staðreynd að þetta var fyrsti tapleikur FH. „Við vissum alveg að við gætum tapað leik en það var bara of mikið að vera sex mörkum undir og manni færri eftir fyrri hálfleikinn. Við komum flottir inn í seinni hálfleikinn en það eru bara of margir hlutir í ólagi hjá okkur í þessum leik, það er bara þannig.“ Hinn klassíski „ÍBV-varnarleikur“ sló vopnin úr höndum FH í lok fyrri hálfleiks. „Við vorum undirbúnir undir þennan varnarleik og vissum að hann myndi koma á einhverjum tímapunkti í leiknum. Það verður að falli að við erum með um 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Svo erum við með hægar árásir og leyfum þeim að loka á þau svæði sem þeir vilja helst loka á. Þeir eru það góðir í handbolta að við getum ekki gefið þeim svona marga bolta á þessum slæma kafla. Við missum eiginlega bara hausinn, sem er mjög ólíkt okkur. Ég er fyrst og fremst ósáttur við það,“ sagði Halldór eftir fyrsta tap FH í vetur. Kári: Ég var frábærKári var óstöðvandi.vísir/ernirKári Kristján Kristjánsson átti frábæran leik fyrir ÍBV í 33-34 sigri gegn FH í kvöld. Kári skoraði tíu mörk og fiskaði ótal vítaköst. Þjálfari FH, Halldór Jóhann Sigfússon sagði í samtali við blaðamann eftir leik að hann væri ekki alveg að skilja hvernig FH-ingar gátu lent í svona miklum vandræðum með línumanninn sterka. Þessa skoðun skilur Kári sjálfur, hins vegar engan veginn. „Ég skil ekki af hverju hann skilur ekki að þeir hafi lent í vandræðum með mig. Ég var bara frábær,“ segir Eyjamaðurinn léttur og eðlilega fullur af sjálfstrausti. Kári segist sáttur með margt í leik ÍBV í kvöld. „Við vorum flottir. Í fyrri hálfleik vorum við mjög beittir varnarlega, allir að vinna vel og Andri Heimir kemur geggjaður inn. Í seinni hálfleik er bara helvítis værukærð yfir okkur. Við megum bara ekki falla í svona gryfju. Við eigum til dæmis ekki endalaust að vera að týna boltann úr netinu þegar við erum búnir að skora í sókninni. Ég er óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik en við troðum inn einhverjum 34 mörkum, þannig að það er bara gott.“ Það er ekki langt í EM í handbolta og því ekki úr vegi að spyrja línumanninn hvort að stórmótið sé á bak við eyrað. „Já, ég er aðal og þá hlýt ég að fara á stórmót, er það ekki?“ Blaðamaður bendir góðfúslega á þá staðreynd að landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson ráði samsetningu íslenska landsliðsins. „Já, hann Geiri hringir örugglega í mig og vill spjalla um þetta,“ sagði hinn afar létti Kári Kristján að lokum Olís-deild karla
FH tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í vetur þegar ÍBV mætti í Kaplakrika og sigraði í miklum markaleik, 33-34. Staðan í hálfleik var 13-19 ÍBV í vil en þetta var lokaleikur níundu umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Markahæstur í liði ÍBV voru Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson báðir með 10 mörk en Gísli Þorgeir Kristjánsson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk fyrir FH. FH situr áfram í efsta sæti Olísdeildarinnar þrátt fyrir tapið en Eyjamenn skjótast upp í þriðja sætið. Þessi lið hafa frábæra leikmenn innan sinna raða og því var uppskriftin að góðum leik til staðar. FH byrjaði betur og heimamenn höfðu naumt forskot fyrstu 20 mínútur leiksins. Varnarleikur beggja liða var ekki sem skyldi en það átti eftir að breytast hjá ÍBV. Í Vestmannaeyjum er nefnilega til varnarafbrigði sem menn kalla bara „ÍBV-vörnin“, þar sem hávaxinn varnarmaður kemur langt fram á miðjan völlinn til að trufla flæðið í sóknarleik andstæðingsins. Ef þessi vörn virkar ekki, skilur hún eftir risastór göt en síðustu 10 mínútur hálfleiksins virkaði hún svo sannarlega vel. Andri Heimir Friðriksson lék sem fremsti maður og leikurinn gjörbreyttist. Gestirnir unnu boltann hvað eftir annað af ráðþrota FH-ingum og í sókninni þurftu Eyjamenn lítið að hafa fyrir mörkum sínum. Staðan breyttist úr 11-10 í 13-19 og gestirnir gengu brosmildir til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik. Brosið stirðnaði fljótt að glaðhlakkalegum Eyjamönnum, því að FH-ingar mættu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn og voru búnir að minnka muninn í tvö mörk eftir tæplega 10 mínútna leik. Það sem eftir lifði leiks, var boðið upp á hraða, læti og skemmtun. Eyjamenn létu forskotið aldrei af hendi en hrósa ber FH-ingum fyrir að koma einbeittir og tilbúnir í seinni hálfleikinn. Lokakaflinn var æsispennandi. FH minnkaði muninn í eitt mark þegar um 40 sekúndur voru eftir og allt á suðupunkti í Kaplakrika. ÍBV hélt í lokasókn sína og henni lauk með því að Agnar Smári Jónsson tryggði liðinu sterkan útisigur með góðu skoti fyrir utan. Engu breytti þó að FH skoraði eitt mark til viðbótar í lok leiksins, ÍBV fer með bæði stigin til Eyja.Róbert Aron Hostert sækir að vörn FH í kvöld.vísir/ernirAf hverju vann ÍBV leikinn? Eyjamenn náðu 10 mínútna kafla þar sem vörnin virkaði og það var að lokum það sem skildi liðin að. Það sex marka forskot sem ÍBV náði undir lok fyrri hálfleiks í kjölfar þessa varnarleiks reið baggamuninn, því að FH lenti í þeirri erfiðu stöðu að vera í eltingarleik allan seinni hálfleikinn.Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján Kristjánsson veit greinilega að það er stórmót í janúar en kappinn var mjög góður í þessum leik. Sterkir varnarmenn FH réðu ekkert við Kára, sem skoraði 10 mörk og fiskaði ótal vítaköst. Theodór Sigurbjörnsson var gjörsamlega frábær í fyrri hálfleik en aðeins hægðist á kappanum í þeim síðari. Allt of margir lykilmenn FH voru undir pari. Ásbjörn Friðriksson og Ísak Rafnsson voru t.a.m úti á túni löngum köflum sóknarlega og í ofanálag var varnarleikur og markvarsla ekki að virka. Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður liðsins og Óðinn skilar alltaf sínu í sókninni.Hvað gekk illa? Varnarleikur og markvarsla beggja liða var lengstum í molum. Áðurnefndur kafli ÍBV í lok fyrri hálfleiks var reyndar flottur varnarlega en FH náði aldrei neinum takti í þessa þætti leiksins. Það munaði miklu að miðjublokk FH var í bölvuðu basli með Kára allan leikinn og þess vegna gátu menn kannski ekki leyft sér að vera eins ákafir að sækja skyttur ÍBV framar í vörninni.Hvað gerist næst? FH heldur áfram að berjast við Suðurlandið en Hafnfirðingar halda til Selfoss og mæta þar skemmtilegu liði heimamanna. Svarthvítir þurfa að gera betur en í kvöld og ef menn mæta kærulausir yfir Ölfusinn, fer einfaldlega illa. ÍBV mætir óútreiknalegu liði Fram en sé hægt að miða við frammistöðu Eyjamanna í Krikanum í kvöld, ætti þetta feikilega vel mannaða lið að klára það verkefni. Maður hefur stundum á tilfinningunni að einn af verstu andstæðingum ÍBV, sé hausinn á þeim sjálfum. Ef þetta liðið keyrir á fullu gasi og mætir tilbúið, eru fáir sem geta staðist þeim snúning. Arnar: Sérfræðingarnir finna eitthvað neikvættArnar einbeittur í kvöld.vísir/ernir„Ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum frábærir og spiluðum mjög vel gegn frábæru FH-liði,“ sagði sigurreifur þjálfari ÍBV, Arnar Pétursson, eftir góðan sigur ÍBV gegn FH. Varnarleikur ÍBV var mjög grimmur síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks og það byggði upp sex marka forskot sem FH náði aldrei að brúa alveg. „Já já og svo auðvitað frábær sóknarleikur í fyrri hálfleik. Við skorum 19 mörk gegn mjög góðu liði FH sem spilar frábæra vörn og er með góða markmenn. Það er því ekkert bara hægt að segja að það sé vörnin þó svo að sérfræðingarnir í settinu finni örugglega eitthvað neikvætt við þetta sko. Við vorum bara að spila frábæran sóknarleik lengi vel og ég er, eins og ég sagði áðan, gríðarlega ánægður með strákana.“ ÍBV er á faraldsfæti þessa dagana og nú bíður verkefni utan Íslands. „Já, það er Hvíta-Rússland á laugardaginn í Evrópukeppninni. Við förum upp um eitt sæti í deildinni með þessum sigri og það er bara gott hjá okkur. Ég er samt fyrst og fremst ánægður með stígandann í leiknum en þessi stígandi hefur verið til staðar í undanförnum leikjum. Ég er auðvitað bara sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Halldór: Erum í óskiljanlegum vandræðum með KáraHalldór messar yfir sínum mönnum.Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir of marga þætti leiksins hafa verið í ólagi hjá liðinu í tapinu gegn ÍBV. „Við erum bara virkilega lélegir í 10-15 mínútur og þeir rúlla bara yfir okkur á þeim kafla. Þetta kostar það að missa þá í mikla forystu og svo erum við bara óskynsamir. Við erum líka alveg í óskiljanlega miklum vandræðum með Kára inni á línunni,“ segir Halldór. „Það hefur einkennt okkur mikill agi en í þessum leik erum við agalausir stóran hluta af leiknum. Þú getur ekki leyft þér það gegn svona góðu liði.“ Halldór er ekki að hengja sig of mikið í þá staðreynd að þetta var fyrsti tapleikur FH. „Við vissum alveg að við gætum tapað leik en það var bara of mikið að vera sex mörkum undir og manni færri eftir fyrri hálfleikinn. Við komum flottir inn í seinni hálfleikinn en það eru bara of margir hlutir í ólagi hjá okkur í þessum leik, það er bara þannig.“ Hinn klassíski „ÍBV-varnarleikur“ sló vopnin úr höndum FH í lok fyrri hálfleiks. „Við vorum undirbúnir undir þennan varnarleik og vissum að hann myndi koma á einhverjum tímapunkti í leiknum. Það verður að falli að við erum með um 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Svo erum við með hægar árásir og leyfum þeim að loka á þau svæði sem þeir vilja helst loka á. Þeir eru það góðir í handbolta að við getum ekki gefið þeim svona marga bolta á þessum slæma kafla. Við missum eiginlega bara hausinn, sem er mjög ólíkt okkur. Ég er fyrst og fremst ósáttur við það,“ sagði Halldór eftir fyrsta tap FH í vetur. Kári: Ég var frábærKári var óstöðvandi.vísir/ernirKári Kristján Kristjánsson átti frábæran leik fyrir ÍBV í 33-34 sigri gegn FH í kvöld. Kári skoraði tíu mörk og fiskaði ótal vítaköst. Þjálfari FH, Halldór Jóhann Sigfússon sagði í samtali við blaðamann eftir leik að hann væri ekki alveg að skilja hvernig FH-ingar gátu lent í svona miklum vandræðum með línumanninn sterka. Þessa skoðun skilur Kári sjálfur, hins vegar engan veginn. „Ég skil ekki af hverju hann skilur ekki að þeir hafi lent í vandræðum með mig. Ég var bara frábær,“ segir Eyjamaðurinn léttur og eðlilega fullur af sjálfstrausti. Kári segist sáttur með margt í leik ÍBV í kvöld. „Við vorum flottir. Í fyrri hálfleik vorum við mjög beittir varnarlega, allir að vinna vel og Andri Heimir kemur geggjaður inn. Í seinni hálfleik er bara helvítis værukærð yfir okkur. Við megum bara ekki falla í svona gryfju. Við eigum til dæmis ekki endalaust að vera að týna boltann úr netinu þegar við erum búnir að skora í sókninni. Ég er óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik en við troðum inn einhverjum 34 mörkum, þannig að það er bara gott.“ Það er ekki langt í EM í handbolta og því ekki úr vegi að spyrja línumanninn hvort að stórmótið sé á bak við eyrað. „Já, ég er aðal og þá hlýt ég að fara á stórmót, er það ekki?“ Blaðamaður bendir góðfúslega á þá staðreynd að landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson ráði samsetningu íslenska landsliðsins. „Já, hann Geiri hringir örugglega í mig og vill spjalla um þetta,“ sagði hinn afar létti Kári Kristján að lokum
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti