Laug ekki heldur misminnti Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 23:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt. Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt.
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira