Tala látinna og slasaðra hækkar á hamfarasvæðunum í Íran Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2017 20:00 Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi. Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi.
Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00
Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08
Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29
Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55