Sláandi tölur í nýrri skýrslu sem sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 10:20 Skýrslan sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka. vísir/getty Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira