Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:48 Ástralska leikkonan Nicole Kidman í gærkvöldi. Vísir/afp Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira