Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:48 Ástralska leikkonan Nicole Kidman í gærkvöldi. Vísir/afp Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira