Tveggja nátta vítaferð FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson verður í stóru hlutverki í vítakeppninni. Vísir/Eyþór Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira