„Gamlir karlar“ í íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 11:30 Kári Árnason verður á 36. aldursári þegar HM fer fram í Rússlandi næsta sumar. Hann er elsti leikmaður íslenska liðsins. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira