Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 19:21 Þórir Sæmundsson var ein af stjörnum Þjóðleikhússins í fyrra. Vísir/GVA Þóri Sæmundssyni leikara var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu á menntaskólaaldri. Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter. Á sjötta hundrað konur hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem krafist er að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Gerðu þær 62 sögur með dæmum um slíkt opinberar í yfirlýsingu í gær. Þórir segir í ítarlegu viðtali við DV að honum hafi verið létt eftir að hafa lesið sögurnar. Ástæðan var sú að engin sagan hafi verið um hann. Hann gengst við því að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og áreitt konur. Hann segir það þó ekki vera ástæðuna fyrir því að hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor. „Það hefði svo sem ekki komið mér á óvart þó ég hafi aldrei verið í neinni valdastöðu í leikhúsinu en þá hef ég eins og margir aðrir gerst sekir um ósæmilega hegðun og áreiti. Það tengist ekki leikhúsinu neitt,“ segir Þórir við DV. Þórir Sæmundsson hefur notið vinsælda á Snapchat. Nafnlaus ábending og typpamynd Þórir var ein af stjörnum Þjóðleikhússins síðasta vetur. Var hann í aðalhlutverki í vinsælum sýningum á borð við Djöflaeyjunni og Hróa Hetti. Skömmu eftir að sýningar á Djöflaeyjunni hófust barst nafnlaus ábending til Þjóðleikhússins samkvæmt heimildum Vísis. Þar var Þórir sakaður um að hafa sent stúlku í kringum fimmtán ára aldur ósiðlegar myndir af sér á Twitter. Sá sem sendi póstinn kynnti sig sem forráðamann stúlkunnar sem sagðist íhuga að leita með málið til kynferðisbrotadeildar lögreglu. Þórir var kallaður á teppið í leikhúsinu en hann mun hafa gert lítið úr málinu. Þórir var samt látinn vita að hegðun á borð við þessa væri ekki liðin. Erfitt var fyrir stjórnendur að bregðast við málinu þar sem ábendingin var nafnlaus. Liðu nokkrir mánuðir en þá barst önnur ábending og sú var ekki nafnlaus. Þórir hafði, samkvæmt heimildum Vísis, sent aukaleikara í Þjóðleikhúsinu á menntaskólaaldri, mynd af sér með stífan getnaðarlim. Við það var ekki búið og ljóst að segja þyrfti Þóri upp störfum. Uppsögnin, mun samkvæmt heimildum Vísis, þó hafa verið á þeim forsendum að fleiri verkefni stæðu honum ekki til boða í leikhúsinu. Engum öðrum leikara var þó sagt upp á sama tíma. Ástæðan fyrir því að honum var ekki sagt upp störfum vegna myndasendingarinnar mun hafa verið sú að þá hefði þurft að koma til áminning sem hefði kallað á annað brot til að hægt væri að segja honum upp. Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir Segist ekkert vita um myndina eða stúlkuna Þórir segir í viðtalinu við DV vera að vinna í sínum málum. Hann leggur áherslu á að hann þurfi að læra betur að umgangast samfélagsmiðla og stefnumótasíður þar sem ekki komi alltaf fram hve gamlir einstaklingarnir séu sem maður sé í samskiptum við. „Mér finnst hrikalega erfitt að tala um þetta en eins og ég segi þá er ég að gangast við því sem ég hef gert og er að reyna að taka ábyrgð á því. Það er ekki eitthvað sem ég er bara að segjast gera. Ég er í ferli með sálfræðingi og í samtökum fyrir fíkla um þessa stjórnlausu hegðun og vinna bug á henni og breytast því auðvitað veit ég að þetta er rangt en eina vörnin mín er í rauninni að vilja ekki gangast við því að ég sé barnapervert,“ segir Þórir við DV. Þá segist hann ekki vita hvaða mynd þetta sé sem átján ára stúlkan hafi fengið senda. Auk þess viti hann ekki hver stúlkan sé. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um málið við Vísi. Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Þrátt fyrir að nær allar konur hafi einhverja sögu af óumbeðnum typpamyndum hafa þær, ótrúlega en satt, lítinn áhuga á þeim. 25. ágúst 2017 07:31 Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október. 19. október 2016 12:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þóri Sæmundssyni leikara var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu á menntaskólaaldri. Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter. Á sjötta hundrað konur hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem krafist er að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Gerðu þær 62 sögur með dæmum um slíkt opinberar í yfirlýsingu í gær. Þórir segir í ítarlegu viðtali við DV að honum hafi verið létt eftir að hafa lesið sögurnar. Ástæðan var sú að engin sagan hafi verið um hann. Hann gengst við því að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og áreitt konur. Hann segir það þó ekki vera ástæðuna fyrir því að hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor. „Það hefði svo sem ekki komið mér á óvart þó ég hafi aldrei verið í neinni valdastöðu í leikhúsinu en þá hef ég eins og margir aðrir gerst sekir um ósæmilega hegðun og áreiti. Það tengist ekki leikhúsinu neitt,“ segir Þórir við DV. Þórir Sæmundsson hefur notið vinsælda á Snapchat. Nafnlaus ábending og typpamynd Þórir var ein af stjörnum Þjóðleikhússins síðasta vetur. Var hann í aðalhlutverki í vinsælum sýningum á borð við Djöflaeyjunni og Hróa Hetti. Skömmu eftir að sýningar á Djöflaeyjunni hófust barst nafnlaus ábending til Þjóðleikhússins samkvæmt heimildum Vísis. Þar var Þórir sakaður um að hafa sent stúlku í kringum fimmtán ára aldur ósiðlegar myndir af sér á Twitter. Sá sem sendi póstinn kynnti sig sem forráðamann stúlkunnar sem sagðist íhuga að leita með málið til kynferðisbrotadeildar lögreglu. Þórir var kallaður á teppið í leikhúsinu en hann mun hafa gert lítið úr málinu. Þórir var samt látinn vita að hegðun á borð við þessa væri ekki liðin. Erfitt var fyrir stjórnendur að bregðast við málinu þar sem ábendingin var nafnlaus. Liðu nokkrir mánuðir en þá barst önnur ábending og sú var ekki nafnlaus. Þórir hafði, samkvæmt heimildum Vísis, sent aukaleikara í Þjóðleikhúsinu á menntaskólaaldri, mynd af sér með stífan getnaðarlim. Við það var ekki búið og ljóst að segja þyrfti Þóri upp störfum. Uppsögnin, mun samkvæmt heimildum Vísis, þó hafa verið á þeim forsendum að fleiri verkefni stæðu honum ekki til boða í leikhúsinu. Engum öðrum leikara var þó sagt upp á sama tíma. Ástæðan fyrir því að honum var ekki sagt upp störfum vegna myndasendingarinnar mun hafa verið sú að þá hefði þurft að koma til áminning sem hefði kallað á annað brot til að hægt væri að segja honum upp. Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir Segist ekkert vita um myndina eða stúlkuna Þórir segir í viðtalinu við DV vera að vinna í sínum málum. Hann leggur áherslu á að hann þurfi að læra betur að umgangast samfélagsmiðla og stefnumótasíður þar sem ekki komi alltaf fram hve gamlir einstaklingarnir séu sem maður sé í samskiptum við. „Mér finnst hrikalega erfitt að tala um þetta en eins og ég segi þá er ég að gangast við því sem ég hef gert og er að reyna að taka ábyrgð á því. Það er ekki eitthvað sem ég er bara að segjast gera. Ég er í ferli með sálfræðingi og í samtökum fyrir fíkla um þessa stjórnlausu hegðun og vinna bug á henni og breytast því auðvitað veit ég að þetta er rangt en eina vörnin mín er í rauninni að vilja ekki gangast við því að ég sé barnapervert,“ segir Þórir við DV. Þá segist hann ekki vita hvaða mynd þetta sé sem átján ára stúlkan hafi fengið senda. Auk þess viti hann ekki hver stúlkan sé. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um málið við Vísi.
Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Þrátt fyrir að nær allar konur hafi einhverja sögu af óumbeðnum typpamyndum hafa þær, ótrúlega en satt, lítinn áhuga á þeim. 25. ágúst 2017 07:31 Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október. 19. október 2016 12:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Þrátt fyrir að nær allar konur hafi einhverja sögu af óumbeðnum typpamyndum hafa þær, ótrúlega en satt, lítinn áhuga á þeim. 25. ágúst 2017 07:31
Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október. 19. október 2016 12:30