Hann labbaði inn í blaðamannafundarherbergið. Dró andann tvisvar upp í pontu og labbaði svo út aftur. Blaðamannafundur hans stóð því yfir í um þrjár sekúndur.
Er hann kom til að hitta blaðamenn voru fáir eftir í herberginu og enginn þeirra stökk til með spurningu á þessum skamma tíma. Savage nýtti tækifærið og stökk út.
Hann var líka ekki í neinu spariskapi eftir að hafa tapað leiknum þar sem hann gat ekki neitt og kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér.
Tom Savage's postgame press conference, in its entirety pic.twitter.com/SKUtJho2di
— Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2017