Bernie Sanders kominn í framboðsgír Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Sanders hefur meðal annars verið áberandi í gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana. vísir/afp Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira