Þó svo besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, hafi spilað lengi í Chicago þá heldur hann ekki með Chicago Bears í NFL-deildinni.
Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets en þrátt fyrir það styður hann ekki Carolina Panthers.
Einn besti vinur Jordan, sjónvarpsmaðurinn Ahmad Rashad, er nefnilega búinn að fá Jordan til þess að styðja Íslandsvinina í Minnesota Vikings sem hafa verið á flugi í vetur.
„Ég er búinn að gera Michael Jordan að stuðningsmanni Vikings,“ sagði Rashad en þeir félagar hafa horft saman á nánast alla leiki Vikings í vetur.
„Hann hélt með Patriots en er núna kominn á Vikings-vagninn. Hann fagnar þeim innilega og horfir meira að segja á þá þó svo ég sé ekki með honum. Eftir leik um daginn hringdi hann í mig sigri hrósandi eftir sigur Vikings.“
Jordan kominn á Vikings-vagninn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn


Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn


Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn
