Þjóðarsorg í Egyptalandi Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 25. nóvember 2017 07:00 Sjúkraliðar fá leiðsögn á vettvangi á Sínaískaga í gær. Nordicphotos/AFP Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33