Sögulegur dómur að mati mannréttindalögmanns Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:45 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira