Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 19:25 Billy Baldwin er næstyngstur fjögurra Baldwin-bræðra. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti er með „svarta beltið“ þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli. Þetta segir leikarinn Billy Baldwin sem fullyrðir jafnframt að Trump hafi reynt við konuna sína og boðið henni í þyrluferð til Atlantic-borgar. Fréttir um ásakanir um kynferðislega áreitni valdamanna í garð kvenna hafa verið afar áberandi víða um heim undanfarnar vikur. Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um áreitni er Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, vakti athygli á nýjum ásökunum gegn Franken á Twitter. Þrátt fyrir Trump eldri hafi sjálfur verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni átti sonurinn líklega ekki von á viðbrögðunum sem hann fékk frá einum Baldwin-bræðranna. „Pabbi þinn er með fimmtu gráðu svarta beltisins þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli,” tísti Billy Baldwin á móti. Hann er bróðir Alec Baldwin sem hefur meðal annars leikið Trump eldri í gamanþættinum Saturday Night Live við góðan orðstír. Tíst Billy Baldwin til Donalds Trump yngri.Skjáskot Baldwin lét þetta þó ekki nægja heldur rifjaði hann upp sögu af Trump forseta. „Ég hélt einu sinni samkvæmi á Plaza-hótelinu…faðir þinn mætti óboðinn og reyndi við konuna mína…bauð henni í þyrluna sína til Atlantic-borgar,“ tístir Baldwin. Tilburðir Trump virðast þó ekki hafa borið mikinn árangur ef marka má Baldwin. „Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn. Your Dad is a 5th degree black belt when it comes to sexual impropriety allegations.In fact… I once had a party at the Plaza Hotel… your father showed up uninvited & hit on my wife… invited her on his helicopter to Atlantic City.She showed his fat ass the door.#TrumpRussia https://t.co/A8BInetbbZ— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) November 23, 2017 Donald Trump MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er með „svarta beltið“ þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli. Þetta segir leikarinn Billy Baldwin sem fullyrðir jafnframt að Trump hafi reynt við konuna sína og boðið henni í þyrluferð til Atlantic-borgar. Fréttir um ásakanir um kynferðislega áreitni valdamanna í garð kvenna hafa verið afar áberandi víða um heim undanfarnar vikur. Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um áreitni er Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, vakti athygli á nýjum ásökunum gegn Franken á Twitter. Þrátt fyrir Trump eldri hafi sjálfur verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni átti sonurinn líklega ekki von á viðbrögðunum sem hann fékk frá einum Baldwin-bræðranna. „Pabbi þinn er með fimmtu gráðu svarta beltisins þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli,” tísti Billy Baldwin á móti. Hann er bróðir Alec Baldwin sem hefur meðal annars leikið Trump eldri í gamanþættinum Saturday Night Live við góðan orðstír. Tíst Billy Baldwin til Donalds Trump yngri.Skjáskot Baldwin lét þetta þó ekki nægja heldur rifjaði hann upp sögu af Trump forseta. „Ég hélt einu sinni samkvæmi á Plaza-hótelinu…faðir þinn mætti óboðinn og reyndi við konuna mína…bauð henni í þyrluna sína til Atlantic-borgar,“ tístir Baldwin. Tilburðir Trump virðast þó ekki hafa borið mikinn árangur ef marka má Baldwin. „Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn. Your Dad is a 5th degree black belt when it comes to sexual impropriety allegations.In fact… I once had a party at the Plaza Hotel… your father showed up uninvited & hit on my wife… invited her on his helicopter to Atlantic City.She showed his fat ass the door.#TrumpRussia https://t.co/A8BInetbbZ— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) November 23, 2017
Donald Trump MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira