Tímaspursmál hvenær konur ryfu þögnina 23. nóvember 2017 06:45 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/Ernir Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira