Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 17:32 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag áður en hann bar vitni. vísir/vilhelm Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30
„Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent