Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2017 06:00 Heima er best. Sölvi í Víkinni í gær. vísir/vilhelm Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45