Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 31-24 | Parketið vígt með sigri Bjarni Daníelsson skrifar 22. nóvember 2017 19:30 Kári Kristján Kristjánsson var frábær annan leikinn í röð. vísir/ernir ÍBV og Fram mættust í 10. Umferð Olís deildar karla í kvöld. Eyjamenn byrjuðu betur og komust í 6 - 2 en eftir að Guðmundur þjálfari Fram tók leikhlé komu Framar dýrvitlausir inná og skoruðu 5 mörk í röð. Eftir það var leikurinn í járnum og jafnt var í hálfleik 16 - 16. Í seinni hálfleik tóku Eyjamenn völdin. Vörnin þéttist og í leiðinni kom markvarslan og við þetta misstu Framarar þróttinn og Eyjamenn sigldu þessu örugglega í höfn. Lokatölur 31 - 24.Af hverju vann ÍBV ? Fyrst og fremst var það stórleikur Kára sem átti stóran þátt í þessum sigri, og með þéttari vörn í seinni áttu Framarar erfitt með að finna taktinn.Hverjir stóðu uppúr? Held að það sé ekki hallað á neinn að sá sem stóð uppúr í þessum leik var Kári Kristján, alveg hreint magnaður brendi varla af skoti. Hjá Fram var það hinn bráðskemmtilegi Arnar Birkir sem bar af í liði Fram. Einnig átti Viktor Gísli Hallgrímson fínan leik í markinu, sannarlega mikið efni sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.Hvað gekk illa ? Framarar gátu illa ráðið við Kára Kristján, Eyjamenn virtust alltaf geta fundið hann, og sannarlega gerði hann þeim lífið leitt.Hvað gerist næst ? ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn, en Framarar sækja FH heim. Arnar Pétursson: Kári er besti línumaðurinn í deildinni. „Ég er sáttur við mætinguna og stemminguna í húsinu og virkilega gott að koma heim aftur eftir langa törn á útivelli," sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Aðspurður um leik Kára Kristjáns hafði Arnar þetta að segja. „Kári er náttúrulega frábær má ég segja það mér finnst hann langbesti línumaðurinn í þessari deild og á klárlega heima í landsliðinu. Kári var án þess að við höfum verið að tala eitthvað mikið um það þá var hann bara veikur í fyrra. Spilaði samt alla leiki. Hann er heill heilsu og hefur verið að bæta sitt líkamlega ástand dag frá degi og er að sýna að hann er frábær línumaður nýtist okkur virkilega vel.“ Varðandi leikinn sjálfan og með úrslitin var Arnar sáttur. „Sérstaklega eftir góðan sigurleik erfitt í fyrri hálfleik byrjuðum vel fengum svo 10 mínútna kafla þar sem við lentum í brasi og þeir komust inní leikinn. Þeir eru með góða handboltamenn frábæran markmann ungan og efnilegan. Og svo er þeir með Arnar Birkir sem er bara hlægilegur þar er bara þannig, það er alveg sama hann getur allt, sendingar, skot og hvað eina. Þetta er bara einstakt eintak og Framar með hann í stuði er bara stórhættulegir. En við kláruðum þetta vel og er ég virkilega ánægður með strákanna mína.“ Olís-deild karla
ÍBV og Fram mættust í 10. Umferð Olís deildar karla í kvöld. Eyjamenn byrjuðu betur og komust í 6 - 2 en eftir að Guðmundur þjálfari Fram tók leikhlé komu Framar dýrvitlausir inná og skoruðu 5 mörk í röð. Eftir það var leikurinn í járnum og jafnt var í hálfleik 16 - 16. Í seinni hálfleik tóku Eyjamenn völdin. Vörnin þéttist og í leiðinni kom markvarslan og við þetta misstu Framarar þróttinn og Eyjamenn sigldu þessu örugglega í höfn. Lokatölur 31 - 24.Af hverju vann ÍBV ? Fyrst og fremst var það stórleikur Kára sem átti stóran þátt í þessum sigri, og með þéttari vörn í seinni áttu Framarar erfitt með að finna taktinn.Hverjir stóðu uppúr? Held að það sé ekki hallað á neinn að sá sem stóð uppúr í þessum leik var Kári Kristján, alveg hreint magnaður brendi varla af skoti. Hjá Fram var það hinn bráðskemmtilegi Arnar Birkir sem bar af í liði Fram. Einnig átti Viktor Gísli Hallgrímson fínan leik í markinu, sannarlega mikið efni sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.Hvað gekk illa ? Framarar gátu illa ráðið við Kára Kristján, Eyjamenn virtust alltaf geta fundið hann, og sannarlega gerði hann þeim lífið leitt.Hvað gerist næst ? ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn, en Framarar sækja FH heim. Arnar Pétursson: Kári er besti línumaðurinn í deildinni. „Ég er sáttur við mætinguna og stemminguna í húsinu og virkilega gott að koma heim aftur eftir langa törn á útivelli," sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Aðspurður um leik Kára Kristjáns hafði Arnar þetta að segja. „Kári er náttúrulega frábær má ég segja það mér finnst hann langbesti línumaðurinn í þessari deild og á klárlega heima í landsliðinu. Kári var án þess að við höfum verið að tala eitthvað mikið um það þá var hann bara veikur í fyrra. Spilaði samt alla leiki. Hann er heill heilsu og hefur verið að bæta sitt líkamlega ástand dag frá degi og er að sýna að hann er frábær línumaður nýtist okkur virkilega vel.“ Varðandi leikinn sjálfan og með úrslitin var Arnar sáttur. „Sérstaklega eftir góðan sigurleik erfitt í fyrri hálfleik byrjuðum vel fengum svo 10 mínútna kafla þar sem við lentum í brasi og þeir komust inní leikinn. Þeir eru með góða handboltamenn frábæran markmann ungan og efnilegan. Og svo er þeir með Arnar Birkir sem er bara hlægilegur þar er bara þannig, það er alveg sama hann getur allt, sendingar, skot og hvað eina. Þetta er bara einstakt eintak og Framar með hann í stuði er bara stórhættulegir. En við kláruðum þetta vel og er ég virkilega ánægður með strákanna mína.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti