Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 11:30 Sveinn Gestur Tryggvason í hvítum bol ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, þegar málið var þingfest í síðasta mánuði. Vísir/Anton Brink Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur. Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur.
Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02