Sport

Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Aldo.
Jose Aldo. vísir/getty
Það er farið að styttast í bardaga Max Holloway og Jose Aldo um fjaðurvigtarbelti UFC. Holloway tók beltið af Aldo í síðasta bardaga en Aldo fær nú tækifæri til þess að vinna það til baka.

Það pirraði Holloway svolítið eftir síðasta bardaga að þjálfari Aldo skildi gera lítið úr sigri hans með því að segja að Aldo hafi verið meiddur og ekki getað beitt spörkunum sínum.

„Vonandi verður hann ekki meiddur núna og vonandi sparkar hann líka mikið,“ sagði Holloway. „Spörkin höfðu ekkert með þetta að gera. Hann var drulluþreyttur í annarri lotu og því gekk ég frá honum.“

Aldo afsakaði sig aldrei og viðurkennir auðmjúkur að hann átti ekkert skilið úr síðasta bardaga.

„Í hvert skipti sem ég stíg inn í búrið er það besta útgáfan af Aldo. Holloway var frábær þetta kvöld og vann verðskuldað. Það er engin afsökun frá mér,“ sagði Aldo. „Þetta verður öðruvísi núna. Ég mun kæfa hann. Sókn er besta vörnin og ég mun sækja á hann.“

Bardagi þeirra fer fram í Detroit þann 2. desember næstkomandi.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×