Sátt við örlögin í tónlist Beethovens Jónas Sen skrifar 22. nóvember 2017 10:45 Það var stígandi í flutningnum hjá Strokkvartettinum Sigga. Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Glass, Sjostakóvitsj og Beethoven. Flytjandi: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 19. nóvember Tónleikar Strokkvartettsins Sigga í Kammermúsíkklúbbnum byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Fyrst á dagskránni var Mishima kvartettinn eftir Philip Glass. Hann ber þetta nafn vegna þess að hann er hluti tónlistar sem Glass samdi fyrir kvikmynd Pauls Schraders um japanska rithöfundinn Yukio Mishima. Kvikmyndin nefnist Mishima: A Life in Four Chapters og er frá árinu 1985. Þetta er viðkvæm tónlist sem samanstendur af áleitnum endurtekningum stuttra hendinga, en inn í vefinn fléttast hrífandi laglínur. Eins og oft er um tónlist Glass gerist ekki mikið í henni, hún skapar stemningu frekar en að segja sögu, sem hentar prýðilega þegar um kvikmynd er að ræða. Kvartettinn var ekki ásættanlega útfærður af fjórmenningunum, fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, víóluleikaranum Þórunni Ósk Marinósdóttur og sellóleikaranum Sigurði Bjarka Gunnarssyni. Tónlistin var óskýr og laglínurnar voru alltof passífar; þær nutu sín engan veginn. Nokkrir bagalegir hnökrar skemmdu líka heildarsvipinn og útkoman var hvorki fugl né fiskur. Þetta eru vondu fréttirnar. Þær góðu eru að restin af dagskránni var hin ágætasta. Sjöundi kvartettinn eftir Sjostakóvitsj hefði að vísu mátt vera dramatískari og gæddur meiri andstæðum, hann var dálítið varfærnislegur á tónleikunum. Hins vegar var hann ágætlega leikinn tæknilega, samspilið var tært, laglínurnar fágaðar, framvindan samkvæmt bókinni. Langbest á tónleikunum var stóra verkið, eitt af þeim síðustu eftir Beethoven, kvartettinn í cís-moll op. 131. Þetta er margbrotin tónlist, full af skáldskap. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrði verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best var á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífssýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Umræddur kvartett tilheyrir þessu tímabili; þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Siggi kom þessu fallega til skila. Tæknilegar hliðar voru langoftast góðar, leikurinn var upphafinn og tilfinningaþrunginn, laglínurnar fagurlega mótaðar, flæðandi og ljóðrænar. Það var stígandi í flutningnum sem var áhrifamikil og fyllilega í anda Beethovens. Hún hafði þau áhrif að mann langaði strax til að hlusta á verkið aftur – sem er óneitanlega til marks um sannfærandi túlkun.Niðurstaða: Nokkuð misjafnir tónleikar, langbestur var einn af síðustu kvartettum Beethovens. Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Glass, Sjostakóvitsj og Beethoven. Flytjandi: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 19. nóvember Tónleikar Strokkvartettsins Sigga í Kammermúsíkklúbbnum byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Fyrst á dagskránni var Mishima kvartettinn eftir Philip Glass. Hann ber þetta nafn vegna þess að hann er hluti tónlistar sem Glass samdi fyrir kvikmynd Pauls Schraders um japanska rithöfundinn Yukio Mishima. Kvikmyndin nefnist Mishima: A Life in Four Chapters og er frá árinu 1985. Þetta er viðkvæm tónlist sem samanstendur af áleitnum endurtekningum stuttra hendinga, en inn í vefinn fléttast hrífandi laglínur. Eins og oft er um tónlist Glass gerist ekki mikið í henni, hún skapar stemningu frekar en að segja sögu, sem hentar prýðilega þegar um kvikmynd er að ræða. Kvartettinn var ekki ásættanlega útfærður af fjórmenningunum, fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, víóluleikaranum Þórunni Ósk Marinósdóttur og sellóleikaranum Sigurði Bjarka Gunnarssyni. Tónlistin var óskýr og laglínurnar voru alltof passífar; þær nutu sín engan veginn. Nokkrir bagalegir hnökrar skemmdu líka heildarsvipinn og útkoman var hvorki fugl né fiskur. Þetta eru vondu fréttirnar. Þær góðu eru að restin af dagskránni var hin ágætasta. Sjöundi kvartettinn eftir Sjostakóvitsj hefði að vísu mátt vera dramatískari og gæddur meiri andstæðum, hann var dálítið varfærnislegur á tónleikunum. Hins vegar var hann ágætlega leikinn tæknilega, samspilið var tært, laglínurnar fágaðar, framvindan samkvæmt bókinni. Langbest á tónleikunum var stóra verkið, eitt af þeim síðustu eftir Beethoven, kvartettinn í cís-moll op. 131. Þetta er margbrotin tónlist, full af skáldskap. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrði verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best var á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífssýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Umræddur kvartett tilheyrir þessu tímabili; þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Siggi kom þessu fallega til skila. Tæknilegar hliðar voru langoftast góðar, leikurinn var upphafinn og tilfinningaþrunginn, laglínurnar fagurlega mótaðar, flæðandi og ljóðrænar. Það var stígandi í flutningnum sem var áhrifamikil og fyllilega í anda Beethovens. Hún hafði þau áhrif að mann langaði strax til að hlusta á verkið aftur – sem er óneitanlega til marks um sannfærandi túlkun.Niðurstaða: Nokkuð misjafnir tónleikar, langbestur var einn af síðustu kvartettum Beethovens.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira