Lægðin dýpkar og ferðamenn ættu að vara sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 07:32 Það er ekki beint regnhlífaveður næstu daga. VÍSIR/ANTON Áfram geisar norðanáttin á landinu og allhvass er algengur vindhraði þennan morguninn. Má það teljast „þokkalega sloppið miðað við það sem á undan er gengið - og það sem er í vændum,“ að sögn Veðurstofunnar. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið. Lægðin dýpkar í dag sem þýðir að það bætir í vindinn síðdegis og má þá búast við norðaustan hvassviðri eða stormi á landinu. Það verður éljagangur norðan- og austanlands í dag með slæmu skyggni og ferðaveðri. Sunnanlands verður úrkomulaust, en þar þurfa ferðalangar einkum að vara sig á vindstrengjum og vindhviðum. Lokanir á vegum Vegna óveðurs hefur Vegagerðin að sama skapi lokað vegum um Kleifaheiði, Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Víða er hálka og ættu ökumenn að hafa varann á verði þeir á faraldsfæti í dag. Nánar má fræðast um færð á vegum með því að smella hér. Vindhraðinn gefur ekkert eftir á morgun, áfram verður norðanhvassviðri eða stormur. Hins vegar gera spár ráð fyrir að ofankoman verði þéttari og gæti jafnvel eitthvað af henni slæðst yfir á sunnanvert landið. „Þegar á heildina er litið má því búast við því að veður til ferðalaga verði heldur verra á morgun en í dag. Spár gera síðan ráð fyrir að þetta langdregna norðan áhlaup haldi áfram af fullum krafti á föstudag,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við: „Að lokum ber að geta þess að gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður á laugardag. Fyrst lægir um landið vestanvert og verður orðið rólegt þar um hádegi, en austanlands verður orðið skaplegt á laugardagskvöldið. Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Áfram geisar norðanáttin á landinu og allhvass er algengur vindhraði þennan morguninn. Má það teljast „þokkalega sloppið miðað við það sem á undan er gengið - og það sem er í vændum,“ að sögn Veðurstofunnar. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið. Lægðin dýpkar í dag sem þýðir að það bætir í vindinn síðdegis og má þá búast við norðaustan hvassviðri eða stormi á landinu. Það verður éljagangur norðan- og austanlands í dag með slæmu skyggni og ferðaveðri. Sunnanlands verður úrkomulaust, en þar þurfa ferðalangar einkum að vara sig á vindstrengjum og vindhviðum. Lokanir á vegum Vegna óveðurs hefur Vegagerðin að sama skapi lokað vegum um Kleifaheiði, Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Víða er hálka og ættu ökumenn að hafa varann á verði þeir á faraldsfæti í dag. Nánar má fræðast um færð á vegum með því að smella hér. Vindhraðinn gefur ekkert eftir á morgun, áfram verður norðanhvassviðri eða stormur. Hins vegar gera spár ráð fyrir að ofankoman verði þéttari og gæti jafnvel eitthvað af henni slæðst yfir á sunnanvert landið. „Þegar á heildina er litið má því búast við því að veður til ferðalaga verði heldur verra á morgun en í dag. Spár gera síðan ráð fyrir að þetta langdregna norðan áhlaup haldi áfram af fullum krafti á föstudag,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við: „Að lokum ber að geta þess að gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður á laugardag. Fyrst lægir um landið vestanvert og verður orðið rólegt þar um hádegi, en austanlands verður orðið skaplegt á laugardagskvöldið.
Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira