Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Víkingur 30-19 | Grótta lagði klaufska Víkinga af velli Þór Símon Hafþórsson skrifar 20. nóvember 2017 22:15 Úr leiknum í kvöld Vísir/Eyþór Grótta og Víkingur mættust í 10. umferð Olís deildar karla í kvöld í botnslag deildarinnar. Margir bjuggust við jöfnum leik og það er það sem við fengum í fyrri hálfleik er liðin skiptust á að skora. Þó undir lok fyrri hálfleiks tók Hreiðar Levý við sér í marki Gróttu og það skilaði sér í að heimamenn fóru með fjögurra marka forskot til hálfleiks. Staðan 13-9, Gróttu í vil. Grótta tók svo öll völd í þeim seinni en Hreiðar Levý var þá enn með markið harðlæst og hleypti Víkingum ekki inn. Grótta náði að auka forskotið átta mörk og síðar meir í 10 mörk. Víkingar sáu aldrei til sólar eftir það og lokatölur, 30-19, Gróttu í vil.Afhverju vann Grótta? Grótta var með allt á kristaltæru í þessum leik. Varnarleikurinn var flottur og markvarslan til fyrirmyndar. Víkingar skutu sig þó ansi oft í fótinn og misstu boltann trekk í trekk klaufalega frá sér. Það sem gerði það enn verra fyrir gestina var að oft á tíðum var liðið með aukamann í sókninni og því skoraði Grótta oft og mörgum sinnum í tómt markið eftir að vinna boltann af klaufskum Víkingum.Hverjir stóðu upp úr? Ég er búinn að nefna markvörsluna margoft það sem af er en Hreiðar Levý var frábær. Enn þar að auki átti Finnur Ingi Stefánsson stórleik og skoraði níu mörk. Með honum var Bjarni Ófeigur mjög beittur en hann endaði með sjö mörk. Hjá Víkingum gæti ég nefnt Davíð Svansson í markinu en hann varði oft á tíðum mjög vel og það væri erfitt að skella einhverja skuld á hann fyrir tapið.Hvað gekk illa? Víkingar köstuðu boltanum svo oft frá sér að það var að verða hálf kjánalegt á köflum. Einnig missti liðið áberandi hausinn í upphafi seinni hálfleiks en það er alls ekki í fyrsta sinn sem það gerist það sem af er vetri. Ætli liðið sér að halda sér uppi á meðal þeirra bestu verður liðið að laga þetta. Víkingar hafa sýnt okkur nokkrum sinnum að liðið á fullt erindi í Olís deildina þegar liðið dettur ekki í sama pakka og það gerði í dag. En að hafa alla burði er ekki nóg þegar frammistaða líkt og í kvöld er rauninn allt of oft.Hvað gerist næst? Víkingar fá Selfyssinga í heimsókn í Víkingsheimilið en Grótta heimsækir Fjölni í Grafarvoginn.Grótta: Finnur Ingi Stefánsson 9, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Maximiliam Jonsson 3, Daði Laxdal Gautason 2, Pétur Árni Hauksson 1, Hannes Grimm 1, Hreiðar Levý Guðmundsson 1.Víkingur: Víglundur Jarl Þórsson 4, Egidijus Mikalonis 4, Jón Hjálmarsson 4, Magnús Karl Magnússon 2, Hjalti Már Hjaltason 2, Arnar Gauti Grettisson 1, Jónas Bragi Hafsteinsson 1, Birgir Már Birgirsson 1.vísir/eyþórKári Garðarson: Myndi ekkert hata að taka þriðja sigurinn í röð Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var ánægður í leikslok eftir að Grótta sigraði Víkinga með ellefu mörkum, 30-19, í botnslag Olís deildar karla. „Það er tvennt ólíkt að klára leikinn svona og eins og við gerðum framan af vetri. Við duttum á full mikla hrinu framan af vetri en strákarnir voru frábærir í kvöld,“ sagði Kári en eftir að hafa farið fyrstu átta umferðir deildarinnar án sigurs er Grótta nú búið að vinna tvo leiki í röð. Leikurinn var jafn framan af en Grótta tók afgerandi forskot í seinni hálfleik og það var að stórum hluta markverðinum Hreiðari Levý að þakka sem hreinlega lokaði og læsti markinu á löngum köflum. „Ég yrði að vera helvíti harður ef ég ætlaði ekki að vera ánægður með Hreiðar síðan hann kom til baka til Íslands. Hann var mjög góður og vörnin öflug í að hjálpa honum.“ Næsti leikur er gegn Fjölni en gula liðið úr Grafarvoginum er einnig að berjast í fallbaráttunni ásamt Gróttu og Víkingum. Nær Grótta sínum þriðja sigri í röð í næstu umferð? „Ég myndi ekkert hata það en Fjölnir er með andskoti gott lið sem fékk vænan skell í gær á móti Haukum og mæta örugglega dýrvitlausir til leiks gegn okkur.“ Það var ekki bara Hreiðar Levý sem var eldheitur í liði Gróttu en Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk. Undirritiaður vildi fá hann í viðtal eftir leik en fann hann hvergi. Það var hinsvegar góð skýring á því. „Finnur er farinn upp á fæðingardeild. Konan hans er bara kominn af stað. Ég hitti hana á ganginum fyrir leik en hún fór héðan beint á sjúkrahúsið. Hann brunaði bara til hennar beint eftir leik. Vonandi nær hann öllum herlegheitunum,“ sagði Kári en kona Finns er handboltakonan, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Kári þjálfaði Önnu á sínum tíma er hann þjálfaði kvennalið Gróttu og hann vonar af sjálfsögðu að allt gangi vel. „Vonandi gengur allt eins og í lygasögu hjá þeim.“vísir/eyþórGunnar Gunnarsson: Vonbrigði að fá svona skell „Fyrst og fremst vonbrigði að fá svona skell. Við vorum í fínum málum í fyrri hálfleik og svo byrjum við seinni hálfleikinn afleitlega,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, eftir 11 marka tap liðsin gegn Gróttu í kvöld. „Við náðum aldrei almennilegum takti aftur og fáum á okkur 18 mörk í seinni hálfleik. Þetta voru vonbrigði hvernig leikurinn þróaðist,“ en það var engu líkara en að Víkingarnir misstu hausinn eilítið í seinni hálfleik. „Þegar við lendum nokkrum mörkum undir fara menn kannski að taka óþarfa áhættur og ótímabær skot í stað þess að vera þolinmóðir.“ Egidijus Mikalonis, leikmaður Víkinga, var oft ósáttur við varnarleik Gróttu sem hann fannst vera full harður og vildi oft meina að hann væri að fá þung högg á andlitið. „Það voru margar hendur á lofti að hans mati og mér fannst það líka,“ sagði Gunnar að lokum.vísir/eyþórEgidijus Mikalonis: Ætla ekki að segja neitt um dómarann „Við vorum með allt önnur plön þegar við mættum hingað til leiks. Fyrri hálfleikur var fínn en svo misstum við bara trúna í seinni hálfleik,“ sagði Egidijus Mikalonis, eftir þungt, 11 marka, tap gegn Gróttu í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn en svo var engu líkara en að Víkingur missti hausinn sem var þeim að falli í seinni hálfleik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem þetta gerist. Við verðum að reyna að laga þetta. Við erum of mikið að gefast upp.“ Egidijus var ósáttur við varnarleik Gróttu en hann taldi sig fá of mörg högg í andlitið. Aðspurður um hans skoðun á þessu var Egidijus eilítið hikandi. „Ég ætla ekki að segja neitt um dómarann,“ en undirritaður sá á honum að honum langaði að segja eitthvað. „Já smá. Maður fékk nokkur högg í andlitið,“ viðurkenndi Egidijus sem náði svo aftur stjórn á sér og brosandi og hlægjandi bað hann undirritaðan um að vinsamlegast láta sig í friði „Láttu mig í friði ég ætla ekki segja neitt,“ sagði Egidijus og þar við sat.vísir/eyþórHreiðar Levý: Fer að vera þreyttur á þessum sigurleikjum „Mjög ánægður. Tveir sigrar í röð þannig það er bara gaman,“ sagði Hreiðar Levý hin ánægðasti eftir frábæran leik í markinu er hans menn í Gróttu lönduðu góðum, 11 marka, sigri á Víkingum. „Ég bjóst alveg eins við því að við myndum vinna. Ég var allavega að vona það en maður fer kannski ekki inn í leik í deildinni með aðeins einn sigur á bakinu haldandi að maður sé að fara vinna með 10 mörkum. Það væri bara asnalegur hroki,“ sagði Hreiðar en fyrir síðustu umferð var Grótta enn án sigurs og þá átta leikir búnir. Aðspurður hvort þeir myndu mæta með hrokan á lofti í næsta leik gegn Fjölni var Hreiðar svellkaldur. „Maður fer að vera þreyttur á þessum sigurleikjum. Náum okkur aftur á jörðina með einu tapi. Helst í einhverjum æfingaleik á milli jóla og nýárs,“ en þá viðurkenndi Hreiðar að hann hafi bara verið að grínast. „Nei við mætum bara auðmjúkir og slakir til leiks gegn Fjölni,“ sagði dúnmjúkur Hreiðar að lokum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis, var á Seltjarnarnesi í kvöld og tók myndirnar sem eru í fréttinni. Olís-deild karla
Grótta og Víkingur mættust í 10. umferð Olís deildar karla í kvöld í botnslag deildarinnar. Margir bjuggust við jöfnum leik og það er það sem við fengum í fyrri hálfleik er liðin skiptust á að skora. Þó undir lok fyrri hálfleiks tók Hreiðar Levý við sér í marki Gróttu og það skilaði sér í að heimamenn fóru með fjögurra marka forskot til hálfleiks. Staðan 13-9, Gróttu í vil. Grótta tók svo öll völd í þeim seinni en Hreiðar Levý var þá enn með markið harðlæst og hleypti Víkingum ekki inn. Grótta náði að auka forskotið átta mörk og síðar meir í 10 mörk. Víkingar sáu aldrei til sólar eftir það og lokatölur, 30-19, Gróttu í vil.Afhverju vann Grótta? Grótta var með allt á kristaltæru í þessum leik. Varnarleikurinn var flottur og markvarslan til fyrirmyndar. Víkingar skutu sig þó ansi oft í fótinn og misstu boltann trekk í trekk klaufalega frá sér. Það sem gerði það enn verra fyrir gestina var að oft á tíðum var liðið með aukamann í sókninni og því skoraði Grótta oft og mörgum sinnum í tómt markið eftir að vinna boltann af klaufskum Víkingum.Hverjir stóðu upp úr? Ég er búinn að nefna markvörsluna margoft það sem af er en Hreiðar Levý var frábær. Enn þar að auki átti Finnur Ingi Stefánsson stórleik og skoraði níu mörk. Með honum var Bjarni Ófeigur mjög beittur en hann endaði með sjö mörk. Hjá Víkingum gæti ég nefnt Davíð Svansson í markinu en hann varði oft á tíðum mjög vel og það væri erfitt að skella einhverja skuld á hann fyrir tapið.Hvað gekk illa? Víkingar köstuðu boltanum svo oft frá sér að það var að verða hálf kjánalegt á köflum. Einnig missti liðið áberandi hausinn í upphafi seinni hálfleiks en það er alls ekki í fyrsta sinn sem það gerist það sem af er vetri. Ætli liðið sér að halda sér uppi á meðal þeirra bestu verður liðið að laga þetta. Víkingar hafa sýnt okkur nokkrum sinnum að liðið á fullt erindi í Olís deildina þegar liðið dettur ekki í sama pakka og það gerði í dag. En að hafa alla burði er ekki nóg þegar frammistaða líkt og í kvöld er rauninn allt of oft.Hvað gerist næst? Víkingar fá Selfyssinga í heimsókn í Víkingsheimilið en Grótta heimsækir Fjölni í Grafarvoginn.Grótta: Finnur Ingi Stefánsson 9, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Maximiliam Jonsson 3, Daði Laxdal Gautason 2, Pétur Árni Hauksson 1, Hannes Grimm 1, Hreiðar Levý Guðmundsson 1.Víkingur: Víglundur Jarl Þórsson 4, Egidijus Mikalonis 4, Jón Hjálmarsson 4, Magnús Karl Magnússon 2, Hjalti Már Hjaltason 2, Arnar Gauti Grettisson 1, Jónas Bragi Hafsteinsson 1, Birgir Már Birgirsson 1.vísir/eyþórKári Garðarson: Myndi ekkert hata að taka þriðja sigurinn í röð Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var ánægður í leikslok eftir að Grótta sigraði Víkinga með ellefu mörkum, 30-19, í botnslag Olís deildar karla. „Það er tvennt ólíkt að klára leikinn svona og eins og við gerðum framan af vetri. Við duttum á full mikla hrinu framan af vetri en strákarnir voru frábærir í kvöld,“ sagði Kári en eftir að hafa farið fyrstu átta umferðir deildarinnar án sigurs er Grótta nú búið að vinna tvo leiki í röð. Leikurinn var jafn framan af en Grótta tók afgerandi forskot í seinni hálfleik og það var að stórum hluta markverðinum Hreiðari Levý að þakka sem hreinlega lokaði og læsti markinu á löngum köflum. „Ég yrði að vera helvíti harður ef ég ætlaði ekki að vera ánægður með Hreiðar síðan hann kom til baka til Íslands. Hann var mjög góður og vörnin öflug í að hjálpa honum.“ Næsti leikur er gegn Fjölni en gula liðið úr Grafarvoginum er einnig að berjast í fallbaráttunni ásamt Gróttu og Víkingum. Nær Grótta sínum þriðja sigri í röð í næstu umferð? „Ég myndi ekkert hata það en Fjölnir er með andskoti gott lið sem fékk vænan skell í gær á móti Haukum og mæta örugglega dýrvitlausir til leiks gegn okkur.“ Það var ekki bara Hreiðar Levý sem var eldheitur í liði Gróttu en Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk. Undirritiaður vildi fá hann í viðtal eftir leik en fann hann hvergi. Það var hinsvegar góð skýring á því. „Finnur er farinn upp á fæðingardeild. Konan hans er bara kominn af stað. Ég hitti hana á ganginum fyrir leik en hún fór héðan beint á sjúkrahúsið. Hann brunaði bara til hennar beint eftir leik. Vonandi nær hann öllum herlegheitunum,“ sagði Kári en kona Finns er handboltakonan, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Kári þjálfaði Önnu á sínum tíma er hann þjálfaði kvennalið Gróttu og hann vonar af sjálfsögðu að allt gangi vel. „Vonandi gengur allt eins og í lygasögu hjá þeim.“vísir/eyþórGunnar Gunnarsson: Vonbrigði að fá svona skell „Fyrst og fremst vonbrigði að fá svona skell. Við vorum í fínum málum í fyrri hálfleik og svo byrjum við seinni hálfleikinn afleitlega,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, eftir 11 marka tap liðsin gegn Gróttu í kvöld. „Við náðum aldrei almennilegum takti aftur og fáum á okkur 18 mörk í seinni hálfleik. Þetta voru vonbrigði hvernig leikurinn þróaðist,“ en það var engu líkara en að Víkingarnir misstu hausinn eilítið í seinni hálfleik. „Þegar við lendum nokkrum mörkum undir fara menn kannski að taka óþarfa áhættur og ótímabær skot í stað þess að vera þolinmóðir.“ Egidijus Mikalonis, leikmaður Víkinga, var oft ósáttur við varnarleik Gróttu sem hann fannst vera full harður og vildi oft meina að hann væri að fá þung högg á andlitið. „Það voru margar hendur á lofti að hans mati og mér fannst það líka,“ sagði Gunnar að lokum.vísir/eyþórEgidijus Mikalonis: Ætla ekki að segja neitt um dómarann „Við vorum með allt önnur plön þegar við mættum hingað til leiks. Fyrri hálfleikur var fínn en svo misstum við bara trúna í seinni hálfleik,“ sagði Egidijus Mikalonis, eftir þungt, 11 marka, tap gegn Gróttu í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn en svo var engu líkara en að Víkingur missti hausinn sem var þeim að falli í seinni hálfleik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem þetta gerist. Við verðum að reyna að laga þetta. Við erum of mikið að gefast upp.“ Egidijus var ósáttur við varnarleik Gróttu en hann taldi sig fá of mörg högg í andlitið. Aðspurður um hans skoðun á þessu var Egidijus eilítið hikandi. „Ég ætla ekki að segja neitt um dómarann,“ en undirritaður sá á honum að honum langaði að segja eitthvað. „Já smá. Maður fékk nokkur högg í andlitið,“ viðurkenndi Egidijus sem náði svo aftur stjórn á sér og brosandi og hlægjandi bað hann undirritaðan um að vinsamlegast láta sig í friði „Láttu mig í friði ég ætla ekki segja neitt,“ sagði Egidijus og þar við sat.vísir/eyþórHreiðar Levý: Fer að vera þreyttur á þessum sigurleikjum „Mjög ánægður. Tveir sigrar í röð þannig það er bara gaman,“ sagði Hreiðar Levý hin ánægðasti eftir frábæran leik í markinu er hans menn í Gróttu lönduðu góðum, 11 marka, sigri á Víkingum. „Ég bjóst alveg eins við því að við myndum vinna. Ég var allavega að vona það en maður fer kannski ekki inn í leik í deildinni með aðeins einn sigur á bakinu haldandi að maður sé að fara vinna með 10 mörkum. Það væri bara asnalegur hroki,“ sagði Hreiðar en fyrir síðustu umferð var Grótta enn án sigurs og þá átta leikir búnir. Aðspurður hvort þeir myndu mæta með hrokan á lofti í næsta leik gegn Fjölni var Hreiðar svellkaldur. „Maður fer að vera þreyttur á þessum sigurleikjum. Náum okkur aftur á jörðina með einu tapi. Helst í einhverjum æfingaleik á milli jóla og nýárs,“ en þá viðurkenndi Hreiðar að hann hafi bara verið að grínast. „Nei við mætum bara auðmjúkir og slakir til leiks gegn Fjölni,“ sagði dúnmjúkur Hreiðar að lokum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis, var á Seltjarnarnesi í kvöld og tók myndirnar sem eru í fréttinni.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti