Viðskipti erlent

Vill kjósa á ný um Brexit

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lloyd Blankfein, bankastjóri Goldman Sachs.
Lloyd Blankfein, bankastjóri Goldman Sachs. vísir/getty
Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðar­atkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu.

Goldman Sachs hefur þegar tilkynnt að hundruð starfa verði flutt frá London þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Blankfein segir marga vilja atkvæðagreiðslu sem sýni hvort það sé í raun grundvöllur fyrir jafn afgerandi og óaftur­kallanlegri ákvörðun. Margt sé í húfi. Hvers vegna ekki að tryggja að þjóðin styðji enn Brexit? spyr bankastjórinn. Fleiri aðilar hafa hvatt til þess að ákvörðunin verði endurskoðuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×