Ekkert um okkur án okkar Jökull Ingi Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar