Guðlaugur: Dómarar settir í mjög erfiða stöðu Benedikt Grétarsson skrifar 30. nóvember 2017 22:18 Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu leik Vals og Gróttu. vísir/anton Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45
Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36