Craig þarf að svara ýmsum spurningum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 13:45 Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær. Það hefur verið mikil gagnrýni á Pedersen eftir tap Íslands gegn Búlgaríu í Laugardalshöll á mánudagskvöld.Sjá einnig:Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“Hannes sagði að það stæði ekki til að gera neinar breytingar á þjálfaramálum, en það sé eðlilegt að spyrja ýmissa spurninga. „Eins og staðan er í dag þá er Craig landsliðsþjálfari og það er ekkert verið að fara að breyta því, það er alveg á hreinu,“ sagði Hannes. Hann tók það fram að ekki er um neyðarfundi að ræða, heldur væru þetta reglubundnir fundir. Pedersen og þjálfarateymi hans er samningsbundið út þessa undankeppni sem liðið er í núna. Liðið þarf að lenda í einu af þremur efstu sætum riðilsins til þess að fara áfram í keppninni, sem er klárt markmið að Hannesar sögn. Það er enn mögulegt að íslenska liðið nái því, þó það verði erfitt eins og staðan er orðin. Eitt af því sem hefur verið á milli tannanna á fólki er hversu lítið Tryggvi Snær Hlinason spilaði í leiknum. „Þetta er það sama og maður spurði sig uppi í stúku í fyrrakvöld [á mánudaginn], afhverju hann væri ekki meira inn á,“ sagði Hannes. „Ég veit það alveg að þjálfarateimið og Craig sem aðallandsliðsþjálfari, treystir honum 150 prósent þó hann hafi ekki gert það þarna, annars hefði ekki verið farið í að fá hann frá Valencia.“Sjá einnig: Trygg(v)ir ekki eftir á„Það kom pínu bakslag í þetta með þessu tapi, þess vegna þurfum við að setjast niður og fara yfir þetta. Hvort við séum á þeirri vegferð sem við ætluðum okkur eða ekki. Markmiðið er ennþá skýrt, en við þurfum að fá ákveðin svör og vinna með það áfram hérna innandyra hjá okkur.“ „Við munum þurfa að spurja okkur ýmissa spurninga. Við eigum eftir að fá þjálfarateymið til að svara til okkar, bæði afreksnefndarinnar og stjórnarinnar. Þetta er allt hin eðlilegasta umræða, en við erum ekki að fara að gera neitt í augnablikinu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í febrúar, þegar liðið mætir Tékkum og Finnum á heimavelli. Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær. Það hefur verið mikil gagnrýni á Pedersen eftir tap Íslands gegn Búlgaríu í Laugardalshöll á mánudagskvöld.Sjá einnig:Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“Hannes sagði að það stæði ekki til að gera neinar breytingar á þjálfaramálum, en það sé eðlilegt að spyrja ýmissa spurninga. „Eins og staðan er í dag þá er Craig landsliðsþjálfari og það er ekkert verið að fara að breyta því, það er alveg á hreinu,“ sagði Hannes. Hann tók það fram að ekki er um neyðarfundi að ræða, heldur væru þetta reglubundnir fundir. Pedersen og þjálfarateymi hans er samningsbundið út þessa undankeppni sem liðið er í núna. Liðið þarf að lenda í einu af þremur efstu sætum riðilsins til þess að fara áfram í keppninni, sem er klárt markmið að Hannesar sögn. Það er enn mögulegt að íslenska liðið nái því, þó það verði erfitt eins og staðan er orðin. Eitt af því sem hefur verið á milli tannanna á fólki er hversu lítið Tryggvi Snær Hlinason spilaði í leiknum. „Þetta er það sama og maður spurði sig uppi í stúku í fyrrakvöld [á mánudaginn], afhverju hann væri ekki meira inn á,“ sagði Hannes. „Ég veit það alveg að þjálfarateimið og Craig sem aðallandsliðsþjálfari, treystir honum 150 prósent þó hann hafi ekki gert það þarna, annars hefði ekki verið farið í að fá hann frá Valencia.“Sjá einnig: Trygg(v)ir ekki eftir á„Það kom pínu bakslag í þetta með þessu tapi, þess vegna þurfum við að setjast niður og fara yfir þetta. Hvort við séum á þeirri vegferð sem við ætluðum okkur eða ekki. Markmiðið er ennþá skýrt, en við þurfum að fá ákveðin svör og vinna með það áfram hérna innandyra hjá okkur.“ „Við munum þurfa að spurja okkur ýmissa spurninga. Við eigum eftir að fá þjálfarateymið til að svara til okkar, bæði afreksnefndarinnar og stjórnarinnar. Þetta er allt hin eðlilegasta umræða, en við erum ekki að fara að gera neitt í augnablikinu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í febrúar, þegar liðið mætir Tékkum og Finnum á heimavelli.
Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00
Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum