Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-23 │Öflugur ÍR-sigur Þór Símon Hafþórsson skrifar 30. nóvember 2017 22:00 Sveinn Andri Sveinsson og félagar í ÍR unnu sterkan sigur. vísir/ernir ÍR vann Hauka í háspennuleik í Austurberginu í Breiðholtinu í kvöld. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og ljóst var að baráttuleikur væri framundan frá fyrsta kasti. ÍR byrjaði leikinn frábærlega og léku vörn Hauka grátt trekk í trekk. Staðan í hálfleik var 15-13, ÍR í vil. Haukar tóku forystuna, 16-17 snemma í síðari hálfleik en það reyndist í eina skipti leiksins sem gestirnir náðu forystunni og því ljóst að ÍR var ekki lengi að hrifsa hana til baka. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Daníel Ingi Guðmundsson reyndist að lokum hetja ÍR er hann skoraði sigurmarkið úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar fengu eina sókn en náðu ekki að færa sér hana í nyt og sigur ÍR staðreynd.Afhverju vann ÍR? Baráttan, eljan, varnarleikurinn og sóknarleikurinn var gjörsamlega upp á 10 í þessum leik. Haukar gerðu oft vel til þess að halda sér inn í leiknum og hafa hann spennandi fram á lokamínútunum en ef Haukar hefðu landað sigrinum hefði það verið mesti seiglu sigur vetrarins. Það hefði hreinlega ekki gengið upp því frá fyrstu mínútu fóru ÍR-ingar inn í leikinn af fullum krafti og áttu að lokum sigurinn svo fyllilega skilið.Hverjir stóðu upp úr? Grétar Ari Guðjónsson var frábær í marki ÍR og Bergvin Þór Gíslason og Sveinn Andri Sveinsson fóru hamförum í sóknarleik heimamanna. Það má svo af sjálfsögðu ekki gleyma stáltaugunum í Daníel en hann skoraði úr vítakasti sigurmarkið þegar einungis fimm sekúndur var eftir. Undirritaður var að kafna úr spennu upp í stúku svo ég get rétt ímyndað mér hvernig honum leið.Hvað gekk illa? Haukar áttu erfitt uppdráttar nær allan leikinn en markvarslan, varnarleikurinn og sóknarleikurinn voru ekki upp á sitt besta framan af leik. Björgvin Páll Gústavsson tók svo vel við sér í seinni hálfleik og varði fullt af boltum en Haukar köstuðu boltanum of oft frá sér á mikilvægum augnablikum og í raun átti sóknin aldrei roð í varnarleik ÍR sem var upp á 10,5 í kvöld.Hvað gerist næst? Haukar mæta til Vestmanneyja 10. desember og ÍR heimsækir Gróttu á Seltjarnarnesinu. Svo má til gamans geta að ÍR og Haukar mætast í Coca-Cola bikarnum eftir tæpar tvær vikur. Þessi leikur var allavega ágætis upphitun fyrir þann slag.Bjarni: Er svo glaður að við skyldum klára þetta „Ég er mjög glaður með að hafa unnið og allt það en ég er búinn að ná mér niður,“ sagði rólegasti maðurinn í húsinu, Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir spennuþrunginn sigur á ógnarsterku liði Hauka. „Það býr mjög mikið í þessu liði og við höfum sýnt það í allan vetur. Við erum búnir að mæta liðum í fullt af hörkuleikjum og ég er svo glaður að við skyldum hafa náð að klára þennan.“ Hann segir að í of mörgum háspennuleikjum hefur vantað upp á klókindi í sínum mönnum til að skila sigrinum heim í Breiðholtið. „Vörnin var frábær í dag og fylgdi skipulagi. Við vorum held ég klókari en við höfum verið oft áður.“ Eins og gefur að skilja í jafn spennandi leik var mikill hiti í bæði leikmönnum og áhorfendum en allt í allt fengu leikmenn beggja liða 24 mínútur í brottvísun eða 12 mínútur á lið. „Þetta var rosalega skemmtilegur og spennandi leikur. Menn voru að takast vel á. Þannig eðlilega var spennustigið hátt hjá áhorfendum sem voru bara flottir í dag. Gáfu okkur góðan stuðning á lokametrunum.“Gunnar: Gerðum fleiri mistök en dómararnir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og segir vanta stöðugleika í liðið. „Sveiflan í frammistöðu á milli leikja er allt of mikil hjá okkur. Okkur vantar meiri stöðugleika.“ Hann segir varnarleikurinn hafi orðið liðinu að falli í dag og þá sérstaklega fyrsta korterið. „Varnarleikurinn okkar fyrstu fimmtán mínúturnar er það versta sem við höfum sýnt það sem af er vetri. Hann var hræðilegur,“ sagði Gunnar og bætti við að sóknin hefði einnig ekki sýnt sinn besta leik. „Sóknarleikurinn okkar var erfiður í dag og það voru margir sóknarmenn sem voru langt frá sínu besta í dag.“ Gunnar var þó ósáttur við næst síðustu sókn Hauka en þar vildi hann meina að brotið hefði verið á Daníel Þór. „Ég þarf að skoða næst síðustu sóknina aftur. Það er klárlega ýtt á Daníel Þór í loftinu til að stöðva sóknina og við fáum ekki einu sinni fríkast,“ sagði Gunnar sem segir þetta einstaklega pirrandi í ljósi fundar sem Haukar og önnur félög Olís deildarinnar áttu með dómaranefndinni. „Við sátum heilan fund með dómaranefndinni þar sem okkur var sagt að á þessu yrði tekið hart á. Hrikalega mikilvægt augnablik í leiknum. Ég var mjög ósáttur við að fá ekki allavega fríkast með.“ Hann vildi þó alls ekki skella skuldina á dómaranna og kvaðst meira áhyggjufullur yfir frammistöðu sinna manna en dómaranna. „Það sem ég er mest ósáttur við er okkar frammistaða. Hún var ekki nógu góð. Við gerðum mun fleiri mistök en dómararnir.“Daníel Ingi: Hugsaði bara um að skora Daníel Ingi Guðmundsson, leikmaður ÍR, tók vítakastið sem réði úrslitum í háspennuleik ÍR og Hauka. Aðeins sjö sekúndur voru eftir á klukkunni þegar vítakastið var dæmt og sagði Daníel að spennustigið hafði bara verið nokkuð gott miðað við aðstæður. „Eina sem ég hugsaði þegar ég fór á punktinn var að ég yrði bara að skora,“ sagði Daníel en fimm sekúndur voru þó enn eftir fyrir Hauka til að jafna metin. „Ég var að vonast til að leiktíminn væri búinn þegar vítið var dæmt. Pínu óþægilegt að fá þessar fimm sekúndur þarna í restina en tilfinningin er mjög góð núna.“ Eftirlitsmaður gerði einhver mistök fyrir lokasókn Hauka og stóð skyndilega að staðan væri 0-0 upp á töflunni og leiktíminn horfinn. Áhorfendur sem og leikmenn urðu því að bíða í dágóða stund eftir loka sókninni. „Biðin var rosalega löng maður. Það var núll-núll á töflunni og maður vissi ekki neitt. Ég var bara bakvið bekkinn í felum,“ sagði Daníel og hló. Þetta var fyrsti sigur ÍR í deildinni í síðustu þremur leikjum en liðið sýndi gífurlega elju og baráttu í kvöld. En hvað kom til að liðið sýndi jafn góðan leik og raun bar vitni? „Vorum mjög ósáttir með síðasta leikinn okkar gegn Aftureldingu þannig við vildum bara sýna fólkinu okkar að við erum miklu betur en þetta.“ Og þeir gerðu það svo sannarlega. Lokatölur 24-23, ÍR í vil. Olís-deild karla
ÍR vann Hauka í háspennuleik í Austurberginu í Breiðholtinu í kvöld. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og ljóst var að baráttuleikur væri framundan frá fyrsta kasti. ÍR byrjaði leikinn frábærlega og léku vörn Hauka grátt trekk í trekk. Staðan í hálfleik var 15-13, ÍR í vil. Haukar tóku forystuna, 16-17 snemma í síðari hálfleik en það reyndist í eina skipti leiksins sem gestirnir náðu forystunni og því ljóst að ÍR var ekki lengi að hrifsa hana til baka. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Daníel Ingi Guðmundsson reyndist að lokum hetja ÍR er hann skoraði sigurmarkið úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar fengu eina sókn en náðu ekki að færa sér hana í nyt og sigur ÍR staðreynd.Afhverju vann ÍR? Baráttan, eljan, varnarleikurinn og sóknarleikurinn var gjörsamlega upp á 10 í þessum leik. Haukar gerðu oft vel til þess að halda sér inn í leiknum og hafa hann spennandi fram á lokamínútunum en ef Haukar hefðu landað sigrinum hefði það verið mesti seiglu sigur vetrarins. Það hefði hreinlega ekki gengið upp því frá fyrstu mínútu fóru ÍR-ingar inn í leikinn af fullum krafti og áttu að lokum sigurinn svo fyllilega skilið.Hverjir stóðu upp úr? Grétar Ari Guðjónsson var frábær í marki ÍR og Bergvin Þór Gíslason og Sveinn Andri Sveinsson fóru hamförum í sóknarleik heimamanna. Það má svo af sjálfsögðu ekki gleyma stáltaugunum í Daníel en hann skoraði úr vítakasti sigurmarkið þegar einungis fimm sekúndur var eftir. Undirritaður var að kafna úr spennu upp í stúku svo ég get rétt ímyndað mér hvernig honum leið.Hvað gekk illa? Haukar áttu erfitt uppdráttar nær allan leikinn en markvarslan, varnarleikurinn og sóknarleikurinn voru ekki upp á sitt besta framan af leik. Björgvin Páll Gústavsson tók svo vel við sér í seinni hálfleik og varði fullt af boltum en Haukar köstuðu boltanum of oft frá sér á mikilvægum augnablikum og í raun átti sóknin aldrei roð í varnarleik ÍR sem var upp á 10,5 í kvöld.Hvað gerist næst? Haukar mæta til Vestmanneyja 10. desember og ÍR heimsækir Gróttu á Seltjarnarnesinu. Svo má til gamans geta að ÍR og Haukar mætast í Coca-Cola bikarnum eftir tæpar tvær vikur. Þessi leikur var allavega ágætis upphitun fyrir þann slag.Bjarni: Er svo glaður að við skyldum klára þetta „Ég er mjög glaður með að hafa unnið og allt það en ég er búinn að ná mér niður,“ sagði rólegasti maðurinn í húsinu, Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir spennuþrunginn sigur á ógnarsterku liði Hauka. „Það býr mjög mikið í þessu liði og við höfum sýnt það í allan vetur. Við erum búnir að mæta liðum í fullt af hörkuleikjum og ég er svo glaður að við skyldum hafa náð að klára þennan.“ Hann segir að í of mörgum háspennuleikjum hefur vantað upp á klókindi í sínum mönnum til að skila sigrinum heim í Breiðholtið. „Vörnin var frábær í dag og fylgdi skipulagi. Við vorum held ég klókari en við höfum verið oft áður.“ Eins og gefur að skilja í jafn spennandi leik var mikill hiti í bæði leikmönnum og áhorfendum en allt í allt fengu leikmenn beggja liða 24 mínútur í brottvísun eða 12 mínútur á lið. „Þetta var rosalega skemmtilegur og spennandi leikur. Menn voru að takast vel á. Þannig eðlilega var spennustigið hátt hjá áhorfendum sem voru bara flottir í dag. Gáfu okkur góðan stuðning á lokametrunum.“Gunnar: Gerðum fleiri mistök en dómararnir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og segir vanta stöðugleika í liðið. „Sveiflan í frammistöðu á milli leikja er allt of mikil hjá okkur. Okkur vantar meiri stöðugleika.“ Hann segir varnarleikurinn hafi orðið liðinu að falli í dag og þá sérstaklega fyrsta korterið. „Varnarleikurinn okkar fyrstu fimmtán mínúturnar er það versta sem við höfum sýnt það sem af er vetri. Hann var hræðilegur,“ sagði Gunnar og bætti við að sóknin hefði einnig ekki sýnt sinn besta leik. „Sóknarleikurinn okkar var erfiður í dag og það voru margir sóknarmenn sem voru langt frá sínu besta í dag.“ Gunnar var þó ósáttur við næst síðustu sókn Hauka en þar vildi hann meina að brotið hefði verið á Daníel Þór. „Ég þarf að skoða næst síðustu sóknina aftur. Það er klárlega ýtt á Daníel Þór í loftinu til að stöðva sóknina og við fáum ekki einu sinni fríkast,“ sagði Gunnar sem segir þetta einstaklega pirrandi í ljósi fundar sem Haukar og önnur félög Olís deildarinnar áttu með dómaranefndinni. „Við sátum heilan fund með dómaranefndinni þar sem okkur var sagt að á þessu yrði tekið hart á. Hrikalega mikilvægt augnablik í leiknum. Ég var mjög ósáttur við að fá ekki allavega fríkast með.“ Hann vildi þó alls ekki skella skuldina á dómaranna og kvaðst meira áhyggjufullur yfir frammistöðu sinna manna en dómaranna. „Það sem ég er mest ósáttur við er okkar frammistaða. Hún var ekki nógu góð. Við gerðum mun fleiri mistök en dómararnir.“Daníel Ingi: Hugsaði bara um að skora Daníel Ingi Guðmundsson, leikmaður ÍR, tók vítakastið sem réði úrslitum í háspennuleik ÍR og Hauka. Aðeins sjö sekúndur voru eftir á klukkunni þegar vítakastið var dæmt og sagði Daníel að spennustigið hafði bara verið nokkuð gott miðað við aðstæður. „Eina sem ég hugsaði þegar ég fór á punktinn var að ég yrði bara að skora,“ sagði Daníel en fimm sekúndur voru þó enn eftir fyrir Hauka til að jafna metin. „Ég var að vonast til að leiktíminn væri búinn þegar vítið var dæmt. Pínu óþægilegt að fá þessar fimm sekúndur þarna í restina en tilfinningin er mjög góð núna.“ Eftirlitsmaður gerði einhver mistök fyrir lokasókn Hauka og stóð skyndilega að staðan væri 0-0 upp á töflunni og leiktíminn horfinn. Áhorfendur sem og leikmenn urðu því að bíða í dágóða stund eftir loka sókninni. „Biðin var rosalega löng maður. Það var núll-núll á töflunni og maður vissi ekki neitt. Ég var bara bakvið bekkinn í felum,“ sagði Daníel og hló. Þetta var fyrsti sigur ÍR í deildinni í síðustu þremur leikjum en liðið sýndi gífurlega elju og baráttu í kvöld. En hvað kom til að liðið sýndi jafn góðan leik og raun bar vitni? „Vorum mjög ósáttir með síðasta leikinn okkar gegn Aftureldingu þannig við vildum bara sýna fólkinu okkar að við erum miklu betur en þetta.“ Og þeir gerðu það svo sannarlega. Lokatölur 24-23, ÍR í vil.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti