Höfðar mál vegna fullyrðinga um að hann hafi nauðgað Corey Haim Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2017 17:24 Charlie Sheen. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Charlie Sheen hefur stefnt tímaritinu National Enquirer vegna frétta þar er að Sheen hafi nítján ára gamall nauðgað þrettán ára gömlum mótleikara sínum, Corey Haim, á meðan þeir léku í myndinni Lucas sem kom út árið 1986.Greint er frá stefnunni á vef Deadline en þar segir að Sheen hafi höfðað mál gegn tímaritinu í Los Angeles síðastliðinn föstudag. Segir Sheen fréttina vera svívirðilega, meiðandi og viðbjóðslega herferð tímaritsins sem miðast að því að ófrægja mannorð hans. Er leikarinn á því að um sé að ræða útreiknaðan illvilja tímaritsins til að valda honum skaða.Corey HaimVísir/GettyÍ frétt National Enquirer er rætt við fyrrverandi leikarann Dominick Brascia sem segir Haim hafa sagt sér frá nauðguninni. Sheen segir þessa frétt draga upp mynd af honum sem barnaníðingi sem hafi níðst á Haim til að koma sínu fram. Því er haldið fram í fréttinni að þetta brot hafi orðið til þess að Haim leiddist út í eiturlyfjaneyslu sem hafi dregið hann til dauða. Haim lést árið 2010, 38 ára gamall að aldri, eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn. Í stefnunni bendir Sheen á að tekið sé fram í frétt National Enquirer að hundruð manna geti staðfest þessa frásögn en þó sé einungis rætt við Dominick Brasci.Sheen heldur því fram að um sé að ræða persónulega óvild ritstjóra tímaritsins, Dylan Howard, í sinn garð vegna þess að sá síðarnefndi hafi ekki fengið að vera fyrstur til að segja frá því að Sheen væri HIV-smitaður. Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Bandaríski leikarinn Charlie Sheen hefur stefnt tímaritinu National Enquirer vegna frétta þar er að Sheen hafi nítján ára gamall nauðgað þrettán ára gömlum mótleikara sínum, Corey Haim, á meðan þeir léku í myndinni Lucas sem kom út árið 1986.Greint er frá stefnunni á vef Deadline en þar segir að Sheen hafi höfðað mál gegn tímaritinu í Los Angeles síðastliðinn föstudag. Segir Sheen fréttina vera svívirðilega, meiðandi og viðbjóðslega herferð tímaritsins sem miðast að því að ófrægja mannorð hans. Er leikarinn á því að um sé að ræða útreiknaðan illvilja tímaritsins til að valda honum skaða.Corey HaimVísir/GettyÍ frétt National Enquirer er rætt við fyrrverandi leikarann Dominick Brascia sem segir Haim hafa sagt sér frá nauðguninni. Sheen segir þessa frétt draga upp mynd af honum sem barnaníðingi sem hafi níðst á Haim til að koma sínu fram. Því er haldið fram í fréttinni að þetta brot hafi orðið til þess að Haim leiddist út í eiturlyfjaneyslu sem hafi dregið hann til dauða. Haim lést árið 2010, 38 ára gamall að aldri, eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn. Í stefnunni bendir Sheen á að tekið sé fram í frétt National Enquirer að hundruð manna geti staðfest þessa frásögn en þó sé einungis rætt við Dominick Brasci.Sheen heldur því fram að um sé að ræða persónulega óvild ritstjóra tímaritsins, Dylan Howard, í sinn garð vegna þess að sá síðarnefndi hafi ekki fengið að vera fyrstur til að segja frá því að Sheen væri HIV-smitaður.
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira