Umfjöllun: Grótta - ÍR 26-26 | Eitt stig á lið á Nesinu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2017 21:30 Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti mjög góðan leik í kvöld. Vísir/Stefán Grótta og ÍR skildu jöfn, 26-26, í þrettándu umferð Olís-deildar karla í kvöld, en leikurinn var æsispennandi. Eftir fjörugar lokamínútur varð niðurstðan jafntefli. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað. Bæði lið voru að spila litla sem enga vörn og keyrðu svo hröðu miðjuna strax í bakið á hinu liðinu. Eftir stundarfjórðung höfðu sextán mörk litið dagsins ljós, 8-8, og markverðirnir missáttir með varnarleik sinna manna. Það hægðist svo aðeins á eftir þetta, en þó ekki mikið. Bæði lið voru að spila hraðan og skemmtilegan bolta sem var skemmtilegur áhorfs, en bæði lið voru að finna góðar opnanir. Þegar liðin gengu svo til búningsherbergja leiddu heimamenn með einu marki, 15-14, en liðin höfðu skipst á forystunni. Grótta náði mest þriggja marka forskoti snemma í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikinn byrjuðu heimamenn af krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Hreiðar Levý Guðmundsson var hrokkinn í gang og rúmlega það, en hann lokaði markinu í upphafi síðari hálfleiks. Grótta náði upp góðu forskoti sem gestirnir úr Breiðholti reyndu að brúa, en heimamenn komust í 21-17. Gestirnir voru ekki af baki dottnir, skoruðu næstu fimm mörk og komust yfir 22-21. Síðustu tíu mínúturnar einkenndust af mikill baráttu, en bæði lið lögðu allt í sölurnar og rúmlega það. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan jöfn, 24-24, en að endingu urðu lokatölur 26-26. Bæði lið fengu góð tækifæri til þess að vinna leikinn, en markverðirnir vörðu stórar vörslur undir lokin.Afhverju skildu liðin jöfn? Þegar allt kemur til alls eru jafntefli liklega sanngjörn úrslit. Bæði lið spiluðu góðan og skemmtilegan handbolta nánast allan leikinn, en bæði áttu í vandræðum með að loka vörninni hjá sér í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir voru að verja mjög vel og tóku syrpur inn á milli þar sem þeir vörðu mikilvæg skot úr dauðafærum. Litlin skiptust á rispum, en þegar talið er upp úr hattinum er niðurstaðan 26-26. Sanngjörn úrslit.Þessir stóðu upp úr Bjarni Ófeigur Valdimarsson, átta mörk, og Nökkvi Dan Elliðason, sjö mörk, stóðu upp úr hjá Gróttunni. Ungu piltarnir drógu vagninn og voru afar frískir. Hreiðar Levý var eins og áður segir frábær í markinu. Hjá ÍR var Bergvin Þór Gíslason afar öflugur með átta mörk, en það dró af honum þegar leið á. Elías Bóasson átti einnig góðan leik. Hann skoraði sjö mörk, en Grétar varði mjög vel í markinu. Þá sér í lagi undir lokin þegar hann varði bæði víti og dauðafæri á ögurstundu.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að tengja saman góðar varnir í fyrri hálfleik og hjálpa markvörðum sínum sem stóðu oft varnarlausir bakvið götóttar varnirnar. Grótta hefði ef til vill átt að gera betur í að gera út um leikinn þegar liðið náði fjögurra marka forskoti í byrjun síðari hálfleik, en karakter hjá ÍR að koma til baka.Hvað gerist næst? Ein umferð er eftir hjá liðunum fyrir jól, en síðan tekur við EM-fríið þar sem liðin fara í rúmlega mánaðar pásu. Grótta fer til Eyja og mætir þar firnasterku liði ÍBV, en ÍR mætir botnbaráttu liði Fjölnis. Þar þurfa ÍR-ingar tvö stig til að gera sig áfram gildandi í úrslitakeppnissæti-baráttu. Olís-deild karla
Grótta og ÍR skildu jöfn, 26-26, í þrettándu umferð Olís-deildar karla í kvöld, en leikurinn var æsispennandi. Eftir fjörugar lokamínútur varð niðurstðan jafntefli. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað. Bæði lið voru að spila litla sem enga vörn og keyrðu svo hröðu miðjuna strax í bakið á hinu liðinu. Eftir stundarfjórðung höfðu sextán mörk litið dagsins ljós, 8-8, og markverðirnir missáttir með varnarleik sinna manna. Það hægðist svo aðeins á eftir þetta, en þó ekki mikið. Bæði lið voru að spila hraðan og skemmtilegan bolta sem var skemmtilegur áhorfs, en bæði lið voru að finna góðar opnanir. Þegar liðin gengu svo til búningsherbergja leiddu heimamenn með einu marki, 15-14, en liðin höfðu skipst á forystunni. Grótta náði mest þriggja marka forskoti snemma í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikinn byrjuðu heimamenn af krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Hreiðar Levý Guðmundsson var hrokkinn í gang og rúmlega það, en hann lokaði markinu í upphafi síðari hálfleiks. Grótta náði upp góðu forskoti sem gestirnir úr Breiðholti reyndu að brúa, en heimamenn komust í 21-17. Gestirnir voru ekki af baki dottnir, skoruðu næstu fimm mörk og komust yfir 22-21. Síðustu tíu mínúturnar einkenndust af mikill baráttu, en bæði lið lögðu allt í sölurnar og rúmlega það. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan jöfn, 24-24, en að endingu urðu lokatölur 26-26. Bæði lið fengu góð tækifæri til þess að vinna leikinn, en markverðirnir vörðu stórar vörslur undir lokin.Afhverju skildu liðin jöfn? Þegar allt kemur til alls eru jafntefli liklega sanngjörn úrslit. Bæði lið spiluðu góðan og skemmtilegan handbolta nánast allan leikinn, en bæði áttu í vandræðum með að loka vörninni hjá sér í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir voru að verja mjög vel og tóku syrpur inn á milli þar sem þeir vörðu mikilvæg skot úr dauðafærum. Litlin skiptust á rispum, en þegar talið er upp úr hattinum er niðurstaðan 26-26. Sanngjörn úrslit.Þessir stóðu upp úr Bjarni Ófeigur Valdimarsson, átta mörk, og Nökkvi Dan Elliðason, sjö mörk, stóðu upp úr hjá Gróttunni. Ungu piltarnir drógu vagninn og voru afar frískir. Hreiðar Levý var eins og áður segir frábær í markinu. Hjá ÍR var Bergvin Þór Gíslason afar öflugur með átta mörk, en það dró af honum þegar leið á. Elías Bóasson átti einnig góðan leik. Hann skoraði sjö mörk, en Grétar varði mjög vel í markinu. Þá sér í lagi undir lokin þegar hann varði bæði víti og dauðafæri á ögurstundu.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að tengja saman góðar varnir í fyrri hálfleik og hjálpa markvörðum sínum sem stóðu oft varnarlausir bakvið götóttar varnirnar. Grótta hefði ef til vill átt að gera betur í að gera út um leikinn þegar liðið náði fjögurra marka forskoti í byrjun síðari hálfleik, en karakter hjá ÍR að koma til baka.Hvað gerist næst? Ein umferð er eftir hjá liðunum fyrir jól, en síðan tekur við EM-fríið þar sem liðin fara í rúmlega mánaðar pásu. Grótta fer til Eyja og mætir þar firnasterku liði ÍBV, en ÍR mætir botnbaráttu liði Fjölnis. Þar þurfa ÍR-ingar tvö stig til að gera sig áfram gildandi í úrslitakeppnissæti-baráttu.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti