Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 22-27 | Fyrsti sigur Valsmanna í 20 daga Gabríel Sighvatsson skrifar 10. desember 2017 21:45 Magnús Óli Magnússon brýst í gegnum vörn Víkinga. Vísir/Stefán Valur fór með sigur af hólmi á Víkingi, 27-22, eftir fjörugan leik við Víkings menn sem einkenndist af mikill baráttu og hraða.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir fyrir ofan. Valsmenn voru fyrirfram taldir sigurstranglegri aðilinn, þrátt fyrir að hafa tapað í síðustu umferð en þeir unnu einni fyrri leikinn við Víking. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku fljótlega forystuna og hefði getað klárað leikinn mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir eigin klaufaskap. Frammistaðan var góð hjá báðum liðum en í dag voru Valsmenn einu númeri of stórir. Hvers vegna vann Valur? Valsmenn voru skeinuhættir í hraðaupphlaupum og skoruðu helming marka sinna í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum. Vörnin var líka virkilega sterk allan leikinn og fékk einungis á sig 22 mörk sem er alls ekki amalegt dagsverk.Hvað gekk illa? Í byrjun leiks spiluðu Víkingar með 7 í sókn en gerðu tæknifeila eða áttu misheppnuð skot sem kom í bakið á þeim. Á tímapunkti fengu þeir 3 mörk á sig í röð þar sem enginn var í markinu. Sóknarleikurinn gekk ekki alveg snuðrulaust fyrir sig, að skora 22 mörk er yfirleitt ekki nóg til að vinna handboltaleik og er það eitthvað sem þarf að laga.Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða voru í fínu formi. Davíð Svansson var með 35 prósent vörslu og Einar Baldvin með 48 prósent. Jón Hjálmarsson skoraði 7 mörk fyrir Víkinga en Anton Rúnarsson setti 8 fyrir Valsmenn.Hvað gerist næst? Víkingar fara í Austurberg og spila við ÍR sem þeir töpuðu fyrir í síðustu viðureign liðanna. Valsmenn eiga heimaleik við Fjölni.Gunnar: Náðum aldrei í skottið á þeim Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings gat verið svekktur með að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum. „Við einhvern veginn náðum aldrei í skottið á þeim. Við vorum klaufar í fyrri hálfleik, fáum held ég 7 mörk úr hraðaupphlaupum og missum þá fljótt 4 mörk fram úr okkur.“ „Við náðum aldrei að kroppa í þetta, komumst stundum í 2-3 marka munur en náðum aldrei í skottið á þeim. Ég er samt mjög ánægður með margt í leiknum, við spiluðum mjög góða vörn, sóknarleikurinn smá stirður á köflum en margt jákvætt þrátt fyrir tapið.“ Víkingar voru svolítið að rótera sóknarleiknum en virtust finna taktinn þegar vel var liðið á fyrri hálfleik. „Við lentum í smá vandræðum með framliggjandi vörnina þannig að við ákváðum að setja inn aukamann og það gafst okkur ágætlega, frystu sóknirnar. Svo komu þrjú mörk í röð þar sem menn gera tæknifeila og þá er erfitt fyrir menn að komast útaf, þannig að við hættum því og eftir það gekk þetta ágætlega,“ sagði Gunnar. Frammistaðan var engu að síður góð hjá Víkingum í kvöld og gat Gunnar verið ánægður með það. „Þetta var flott frammistaða en við lögðum upp með leikinn að ná í stig eða tvö, þannig að við erum ekki alveg sáttir.“ „Mér finnst vera stígandi í liðinu, það er meiri barátta og vilji og menn eru að vinna fyrir hvern annan. Við höldum bara áfram og reynum að kroppa í stig hér og þar.“Ýmir: Snorri var ekki alveg að skilja reglurnar Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, var sáttur með sigurinn. „Ég er mjög sáttur, þetta var erfiður leikur. Við hlupum þvílíkt á þá og þeir á okkur, þetta var hörkuleikur gegn góðu liði.“ „Við vorum 4-5 mörkum yfir í seinni hálfleik og þá klúðrum við nokkrum dauðafærum og hefðum getað komist í betri stöðu en við gerum þetta alltaf, klárum þetta á lokasekúndunum.“ Hvað fannst honum ganga vel í leiknum? „Við spiluðum góða vörn og fáum á okkur 21 (22) mark. Markvarslan var góð og hraðaupphlaupin virkilega góð en máttum kannski vera aðeins agaðri á ákveðnum sviðum, en heilt yfir virkilega gott.“ Smá ringulreið varð þegar Ýmir var fyrri maðurinn til að koma inn á þegar hann var ekki búinn að afplána tveggja mínútna brottvísun sína, heldur annar leikmaður Vals en samkvæmt honum fór allt fram samkvæmt reglunum. „Einar var búinn að skipta, þetta var allt í lagi. Snorri (Steinn Guðjónsson) var ekki alveg að skilja reglurnar og tók eitthvað panik-kast þarna. Hann þarf greinilega bara að fara að lesa sér betur til.“ sagði Ýmir að lokum.Vísir Olís-deild karla
Valur fór með sigur af hólmi á Víkingi, 27-22, eftir fjörugan leik við Víkings menn sem einkenndist af mikill baráttu og hraða.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir fyrir ofan. Valsmenn voru fyrirfram taldir sigurstranglegri aðilinn, þrátt fyrir að hafa tapað í síðustu umferð en þeir unnu einni fyrri leikinn við Víking. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku fljótlega forystuna og hefði getað klárað leikinn mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir eigin klaufaskap. Frammistaðan var góð hjá báðum liðum en í dag voru Valsmenn einu númeri of stórir. Hvers vegna vann Valur? Valsmenn voru skeinuhættir í hraðaupphlaupum og skoruðu helming marka sinna í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum. Vörnin var líka virkilega sterk allan leikinn og fékk einungis á sig 22 mörk sem er alls ekki amalegt dagsverk.Hvað gekk illa? Í byrjun leiks spiluðu Víkingar með 7 í sókn en gerðu tæknifeila eða áttu misheppnuð skot sem kom í bakið á þeim. Á tímapunkti fengu þeir 3 mörk á sig í röð þar sem enginn var í markinu. Sóknarleikurinn gekk ekki alveg snuðrulaust fyrir sig, að skora 22 mörk er yfirleitt ekki nóg til að vinna handboltaleik og er það eitthvað sem þarf að laga.Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða voru í fínu formi. Davíð Svansson var með 35 prósent vörslu og Einar Baldvin með 48 prósent. Jón Hjálmarsson skoraði 7 mörk fyrir Víkinga en Anton Rúnarsson setti 8 fyrir Valsmenn.Hvað gerist næst? Víkingar fara í Austurberg og spila við ÍR sem þeir töpuðu fyrir í síðustu viðureign liðanna. Valsmenn eiga heimaleik við Fjölni.Gunnar: Náðum aldrei í skottið á þeim Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings gat verið svekktur með að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum. „Við einhvern veginn náðum aldrei í skottið á þeim. Við vorum klaufar í fyrri hálfleik, fáum held ég 7 mörk úr hraðaupphlaupum og missum þá fljótt 4 mörk fram úr okkur.“ „Við náðum aldrei að kroppa í þetta, komumst stundum í 2-3 marka munur en náðum aldrei í skottið á þeim. Ég er samt mjög ánægður með margt í leiknum, við spiluðum mjög góða vörn, sóknarleikurinn smá stirður á köflum en margt jákvætt þrátt fyrir tapið.“ Víkingar voru svolítið að rótera sóknarleiknum en virtust finna taktinn þegar vel var liðið á fyrri hálfleik. „Við lentum í smá vandræðum með framliggjandi vörnina þannig að við ákváðum að setja inn aukamann og það gafst okkur ágætlega, frystu sóknirnar. Svo komu þrjú mörk í röð þar sem menn gera tæknifeila og þá er erfitt fyrir menn að komast útaf, þannig að við hættum því og eftir það gekk þetta ágætlega,“ sagði Gunnar. Frammistaðan var engu að síður góð hjá Víkingum í kvöld og gat Gunnar verið ánægður með það. „Þetta var flott frammistaða en við lögðum upp með leikinn að ná í stig eða tvö, þannig að við erum ekki alveg sáttir.“ „Mér finnst vera stígandi í liðinu, það er meiri barátta og vilji og menn eru að vinna fyrir hvern annan. Við höldum bara áfram og reynum að kroppa í stig hér og þar.“Ýmir: Snorri var ekki alveg að skilja reglurnar Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, var sáttur með sigurinn. „Ég er mjög sáttur, þetta var erfiður leikur. Við hlupum þvílíkt á þá og þeir á okkur, þetta var hörkuleikur gegn góðu liði.“ „Við vorum 4-5 mörkum yfir í seinni hálfleik og þá klúðrum við nokkrum dauðafærum og hefðum getað komist í betri stöðu en við gerum þetta alltaf, klárum þetta á lokasekúndunum.“ Hvað fannst honum ganga vel í leiknum? „Við spiluðum góða vörn og fáum á okkur 21 (22) mark. Markvarslan var góð og hraðaupphlaupin virkilega góð en máttum kannski vera aðeins agaðri á ákveðnum sviðum, en heilt yfir virkilega gott.“ Smá ringulreið varð þegar Ýmir var fyrri maðurinn til að koma inn á þegar hann var ekki búinn að afplána tveggja mínútna brottvísun sína, heldur annar leikmaður Vals en samkvæmt honum fór allt fram samkvæmt reglunum. „Einar var búinn að skipta, þetta var allt í lagi. Snorri (Steinn Guðjónsson) var ekki alveg að skilja reglurnar og tók eitthvað panik-kast þarna. Hann þarf greinilega bara að fara að lesa sér betur til.“ sagði Ýmir að lokum.Vísir
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti