Gunnar stendur í horni Bjarkanna: "Alltaf séð fyrir mér að Bjarki Ómars nái langt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:30 Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45
Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45