Flaug til Íslands til að sjá leikmann sem spilaði svo í níu mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:15 Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira