Styrkja viðgerð Flateyjarbókar um fimm milljónir Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:48 Ríkisstjórn Íslands fundaði í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira