Styrkja viðgerð Flateyjarbókar um fimm milljónir Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:48 Ríkisstjórn Íslands fundaði í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira