Erlent

Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence

Atli Ísleifsson skrifar
Palestínumenn eru æfir vegna ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Palestínumenn eru æfir vegna ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Vísir/AFP
Bandaríkjastjórn hafa varað Palestínumenn við því að hætta við viðræður sem fyrirhugaðar voru við bandaríska varaforsetann Mike Pence á næstunni.

Palestínumenn eru æfir vegna ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og segja þeir allar friðarviðræður nú í mikilli hættu.

Trump greindi jafnframt frá því á miðvikudag að hann hafi beint þeim orðum til bandaríska utanríkisráðuneytisins að hefja undirbúning flutnings bandaríska sendiráðsins frá Tel Avív til Jerúsalem.

Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við Pence, en Palestínumenn segja nákvæmlega það sama um þá ákvörðun að viðurkenna Jerúsalem og segja Pence ekki velkominn að samningaborðinu.

Á fjórða tug Palestínumanna særðust í átökum á Gasaströndinni og á Vesturbakkanum í gær.


Tengdar fréttir

Borgin helga friði að fótakefli í áratugi

Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar.

Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið?

Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×