Karl Lagerfeld fer aftur heim Ritstjórn skrifar 7. desember 2017 10:00 Kaia Gerber Glamour/Getty Karl Lagerfeld, hönnuður Chanel, sótti aftur í þýsku rætur sínar fyrir vetrarlínu tískuhússins 2018. Sýningin var haldin í Hamborg, en þar fæddist Karl og bjó þar í nokkur ár áður en hann fluttist með fjölskyldunni til Parísar. Mikið var um prjónavörur, stórar prjónapeysur og hnésokka. Þær flíkur líta einstaklega girnilega út núna í kuldanum. Línan var nokkuð fjölbreytt, en Karl hélt sig samt við sinn stíl. Gallaefni, leðurbuxur, fallegir svartir jakkar og hattar voru það sem einkenndi línuna, og kvenlegir hælaskór. Senuþjófurinn var hinn sjö ára Hudson Kroenig, en þetta var ekki hans fyrsta tískusýning. Pabbi hans, Brad Kroenig, hefur gengið tískupall Chanel margoft og hefur Hudson því ekki langt að sækja tískuáhugann. Karl Lagerfeld er guðfaðir Hudson og hefur haft hann oft með sér á tískupallinn. Hinn sjö ára Hudson KroenigKarl Lagerfeld með sjö ára guðsyni sínum, Hudson KroenigVeronika Heilbrunner Mest lesið Óður til steríótýpunnar hjá Vetements Glamour Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham trúlofuð Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Þykk hárbönd og úfið hár Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour Fimm hlutir til að gera á mánudagskvöldi í rigningu Glamour Emmy 2016: Best klæddu stjörnurnar Glamour
Karl Lagerfeld, hönnuður Chanel, sótti aftur í þýsku rætur sínar fyrir vetrarlínu tískuhússins 2018. Sýningin var haldin í Hamborg, en þar fæddist Karl og bjó þar í nokkur ár áður en hann fluttist með fjölskyldunni til Parísar. Mikið var um prjónavörur, stórar prjónapeysur og hnésokka. Þær flíkur líta einstaklega girnilega út núna í kuldanum. Línan var nokkuð fjölbreytt, en Karl hélt sig samt við sinn stíl. Gallaefni, leðurbuxur, fallegir svartir jakkar og hattar voru það sem einkenndi línuna, og kvenlegir hælaskór. Senuþjófurinn var hinn sjö ára Hudson Kroenig, en þetta var ekki hans fyrsta tískusýning. Pabbi hans, Brad Kroenig, hefur gengið tískupall Chanel margoft og hefur Hudson því ekki langt að sækja tískuáhugann. Karl Lagerfeld er guðfaðir Hudson og hefur haft hann oft með sér á tískupallinn. Hinn sjö ára Hudson KroenigKarl Lagerfeld með sjö ára guðsyni sínum, Hudson KroenigVeronika Heilbrunner
Mest lesið Óður til steríótýpunnar hjá Vetements Glamour Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham trúlofuð Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Þykk hárbönd og úfið hár Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour Fimm hlutir til að gera á mánudagskvöldi í rigningu Glamour Emmy 2016: Best klæddu stjörnurnar Glamour