Erlent

Bein útsending: Trump flytur ræðu um stöðu Jerúsalem

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun innan skammt flytja ræðu um stöðu Jerúsalem í Ísrael.

Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu sagt fréttir af því að forsetinn muni annað hvort tilkynna að Bandaríkjastjórn viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels eða að hann muni tilkynna að sendiráð Bandaríkjanna verði flutt frá Tel Avív til Jerúsalem.

Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, Íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. 

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×