Innlent

Kostnaður stefnir í 410 milljónir

Baldur Guðmundsson skrifar
Frá framkvæmdum við sundlaugina.
Frá framkvæmdum við sundlaugina. vísir/auðunn
Heildarkostnaður við endurbætur vegna uppsetningar þriggja rennibrauta, nýrrar lendingarlaugar og annarra viðhaldsverkefna í Sundlaug Akureyrar nemur 410 milljónum króna. Þetta segir í stöðuskýrslu.

„Við erum núna að flísaleggja pottinn,“ segir Ingibjörg Ólöf Ísaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjanefndar. Vonast sé til að framkvæmdunum ljúki í mars.

Upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir. Í júlí sagði Fréttablaðið frá því að kostnaðurinn stefndi í 405 milljónir. Ingibjörg bendir á að upphaflega hafi rennibrautirnar átt að vera tvær en ákveðið hafi verið að bæta við barnarennibraut. Lendingarlaug hafi brotnað og ný verið steypt. Þá hafi köldu kari verið bætt við auk viðhalds.

Í skýrslunni kemur fram að til standi að ráðast í frágang í sundlaugargarði og uppbyggingu á barna- og sólbaðssvæði, sem ekki hafi verið hluti af upphaflegum áformum. Til stendur að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna þeirra framkvæmda 12. desember. Ingibjörg segir að vonir standi til að þeim verkefnum ljúki í sumar en ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við þær framkvæmdir verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×