Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Haraldur Guðmundsson skrifar 6. desember 2017 07:30 Sigurður Hannesson tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins um mitt síðasta sumar. Samtökin halda framleiðsluþing í Hörpu í dag. Vísir/Eyþór „Ef við tækjum tíu prósent af innflutningi og keyptum í staðinn innlendar vörur eða framleiddum þær hér yrðu til 1.600 bein og óbein störf. Veltan næmi 40 milljörðum króna. Áhrif á greiðslujöfnuð væri um eitt prósent og við þannig að spara gjaldeyri. Þetta sýnir það hvernig við getum haft heilmikil áhrif með vali,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), og bætir við að hið opinbera þurfi að fara fram með góðu fordæmi og versla í auknum mæli við innlenda framleiðendur. „Það sem er áhugavert í þessu er að samkvæmt lögum skal verja um einu prósenti af kostnaði við nýbyggingar á vegum ríkisins til kaupa á listaverkum. Þegar kemur að öðrum þáttum, eins og húsgögnum, innanstokksmunum og annarri hönnun, þá eru engar slíkar kröfur. Ef við skoðum stóru myndina þá koma 45 af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu frá hinu opinbera. Það hefur því mikið að segja um hvernig samfélagið þróast og hvort hér verði til sprotar sem vaxi úr grasi. Þarna hafa Danir náð talsverðum árangri. Þess vegna er skrýtið að sjá opinberar byggingar hér eins og Hörpu eða Veröld – hús Vigdísar þar sem innanstokksmunir eru að öllu eða mestu leyti innfluttir. Þetta eru dýrar hönnunarvörur og ekki sjónarmiðið um verð sem ræður þar ríkjum. Þarna erum við að glata tækifærinu að byggja upp íslenskan iðnað sem snertir bæði hönnuði og framleiðendur,“ segir Sigurður og vísar til nýlegrar skýrslu Business Europe um að hver tíu störf í framleiðslu skapi önnur sex afleidd.Ímyndin virðisskapandi SI halda í dag í fyrsta sinn framleiðsluþing þar sem kastljósinu verður beint að helstu tækifærum og áskorunum þeirra sem framleiða hér á landi. Sigurður bendir í því samhengi á að ímynd Íslands geti aukið virði þeirra vara sem hér eru framleiddar en að framleiðslan geti einnig stutt við jákvæða ímynd landsins. Hvaðan vörur koma skipti máli enda taki verðlagning oft mið af uppruna vöru eða þjónustu. „Ímynd landa skapar í rauninni virði fyrir vörur og þjónustu sem þaðan koma. Ef lönd hafa jákvæða ímynd þýðir það að vörur og þjónusta þaðan er verðmætari,“ segir Sigurður og nefnir þekkt dæmi eins og framleiðslu armbandsúra í Sviss, bíla í Þýskalandi og víngerð í Frakklandi. „Vörur fá aukið virði fyrir að vera framleiddar þar. Fólk tengir þær við ákveðin gæði og sérstöðu. Það er einnig þannig að framleiðslan sjálf styður við ímyndina. Ef vörur frá viðkomandi landi eru þekktar fyrir gæði batnar ímynd landsins og það verður eftirsóknarverðara. Stærsta tækifæri Íslands liggur í því að finna þessi einkenni okkar og sérstöðu og gera meira úr þeim. Það eykur virði þess sem við gerum og hefur þannig jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna þar sem landið verður eftirsóknarverðara út frá ákveðnum einkennum eða sérstöðu,“ segir Sigurður. „Lönd geta haft áhrif á heiminn á tvenna vegu. Annars vegar með formlegu valdi, til dæmis í gegnum alþjóðasamninga. En svo er einnig mjúka valdið eða menningaráhrif sem snýst um vörur eða þjónustu, menningu, hreinleika, ímynd lands og annað. Þannig verða til „sendiherrar“ sem stuðla að góðu orðspori þjóða. Þýskaland hefur verið tengt við iðnaðarframleiðslu, styrk og gæði. Sem dæmi þá er Þýskaland þekkt fyrir heimilistæki sem endast þannig að þýskir „sendiherrar“ eru á fjölmörgum heimilum víða um heim og bera Þýskalandi gott vitni, Bretland er tengt við handverk eins og handgerða leðurskó og Ísland er tengt við Björk. Sérstaða hennar er jú sköpunargáfa fyrst og fremst. Það gæti verið okkar sérstaða, hugvitið og sköpunargáfan, enda verður vöxtur 21. aldarinnar drifinn áfram af hugviti rétt eins og vöxtur 20. aldarinnar var drifinn áfram af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda. Þar höfum við búið til ákveðna sérstöðu í flottum fyrirtækjum sem hafa náð árangri líkt og Marel, Össur og CCP sem byggja á sköpunargáfu og hugviti. Okkar tækifæri liggja þar og í hönnuninni sem er að ryðja sér meira og meira til rúms og vægi hennar í að auka virði vara er alltaf að aukast. Eitt frægasta dæmið er Apple en það er ekkert merkilegra við símana þeirra en að þeir eru vel hannaðir sem gerir þá verðmætari. Mikil sóknarfæri felast í því að fjölga okkar „sendiherrum“,“ segir Sigurður og heldur áfram. „Ólíkir aðilar þurfa að taka höndum saman, kortleggja þessi einkenni okkar, ræða þau gæði og sérstöðu sem við búum yfir og hvar við eigum að sækja fram. Þegar það liggur fyrir þarf að verða vitundarvakning þannig að við sem einstaklingar, atvinnulíf og hið opinbera áttum okkur á þessum gæðum og sérstöðu. Með vali getur hið opinbera stutt við þessi einkenni þannig að ímynd landsins batni sem þýðir að verðmæti framleiðslu og þjónustu eykst sem hefur jákvæð áhrif á útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustu og sjávarútveg og þar með þau lífsgæði sem samfélagið getur staðið undir. Þess vegna ætti þetta að verða eitt stærsta verkefni stjórnvalda og atvinnulífs á komandi misserum.“Staðan oft betri Koma Costco hingað til lands hefur haft áhrif á marga félagsmenn SI og dæmi eru um að fyrirtæki hafi þurft að draga úr framleiðslu og segja upp fólki. Sigurður segir aukna samkeppni á neytendamarkaði vera af hinu góða enda kalli hún á aukið hagræði og framleiðni. Opnun Costco hafi aftur á móti einnig þau áhrif að innfluttum vörum sé í auknum mæli beint að neytendum. „Það hefur áhrif á samfélagið og við höfum heyrt fjölmörg dæmi um störf sem hafa tapast vegna þessara áhrifa á þessu ári. Áhrifin komu snemma fram. Umbreyting verður í smásölu með tilkomu Costco og ég geri ráð fyrir að aðrir smásalar hafi og muni bregðast frekar við. Viðhorf neytenda til innlendra framleiðenda er jákvætt og samkvæmt nýlegri könnun líta 81 prósent jákvæðum augum á innlenda framleiðslu. Vandamálið er að innlendum vörum er í minni mæli beint að neytendum og afleiðingarnar af því eru heilmiklar. Störfum fækkar, velta dregst saman og virðisaukinn verður til erlendis sem hefur áhrif á greiðslujöfnuð og samfélagið í heild sinni. Þetta snýr að samfélagsábyrgð og vitund okkar sem neytenda,“ segir Sigurður. „En svo sjáum við einnig að samkeppnishæfnin hefur versnað með tímanum hjá framleiðslugreinum, meðal annars vegna gengisbreytinga og mikilla launahækkana og það hefur auðvitað áhrif. Samkeppnisstaðan hefur oft verið betri en nú.“Hefði mátt bregðast við fyrr með frekari hagræðingu eða öðrum aðgerðum hjá framleiðendum? „Ég er ekki viss um það. Það hefur átt sér stað hagræðing hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og menn hafa lagt sig fram við að auka framleiðni. Ég er ekki viss um að það hefði verið hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi. Fjarlægð frá mörkuðum hefur sitt að segja varðandi verðlag. Þess vegna er einkennilegt að sjá innfluttar vörur í Costco hér sem eru ódýrari en í Costco í Bretlandi. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig það getur staðist.“Mikil eftirspurn Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu undirstrikað áherslu þeirra á að tækni- og raungreinum verði gert hærra undir höfði í menntakerfinu og íslensku samfélagi öllu. Í október stóðu þau fyrir sínu árlega Tækni- og hugverkaþingi og þar kom að sögn Sigurðar bersýnilega fram hversu mikla áherslu félagsmenn leggja á menntun. Spurningin er aftur á móti hvernig hægt sé að auka vægi iðnmenntunar. „Fyrst og fremst held ég að þetta snúist um viðhorf. Á einhvern hátt má segja að það sé sinnuleysi eins og í máli víetnamska nemans á Nauthóli. Þeirri staðreynd að nám í skilningi útlendingalaga sé einungis nám á háskólastigi en ekki iðnnám. Þessi lagabreyting fór í gegnum þingið án nokkurs mótatkvæðis sem er nokkuð sérstakt. Þetta viðhorf hefur væntanlega verið ríkjandi um margra alda skeið því þegar Hallgrímur Pétursson var og hét fyrir um 400 árum síðan var hann að nema járnsmíði í Kaupmannahöfn þegar Brynjólfur Sveinsson biskup kom að honum og sagði að svona mælskur maður ætti frekar heima í háskóla. Iðnnám hefur hingað til ekki opnað leiðir inn í háskólanám en með fagháskólastigi verður breyting þar á. Þá þarf ekki að fara í undirbúningsnám eftir iðnnám og ég held að þetta sé mjög til bóta. Síðan er ýmsar umbætur sem við höfum unnið að með hinu opinbera sem eru þá tæknilegs eðlis. Til þess að auka öryggi nemenda í því að geta klárað námið af því að fólk byrjar og fær vilyrði fyrir því að komast á samning hjá meistara. Síðan verður kannski samdráttur í samfélaginu og það gengur ekki upp og þá fær hann ekki pláss og neminn getur ekki klárað. Það er eitt dæmi sem við höfum verið að vinna í og ný ríkisstjórn hlýtur að taka þessi mál föstum tökum. Við sjáum líka að við erum í miðri fjórðu iðnbyltingunni margumtöluðu og þar verður mikil breyting á störfum þar sem hluti þeirra mun hverfa og ný verða til. Meiri áhersla verður lögð á sköpunargáfu og hæfileika til að leysa verkefni. En það verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað fólk á vinnumarkaði þrátt fyrir gervigreind og aðrar breytingar.“Hvað áherslur viljið þið sjá hjá nýrri ríkisstjórn? „Fyrst og fremst þarf að vinna að aukinni samkeppnishæfni Íslands. Það þarf að ráðast í innviðauppbyggingu. Við höfum bent á að uppsöfnuð viðhaldsþörf nemi nærri 400 milljörðum, mest í vegakerfinu, flutningskerfi raforku, fráveitum og fasteignum hins opinbera sem víða liggja undir skemmdum. Það er jákvætt að ríkisstjórnin ætli að beita sér í þessum málum. Síðan þarf kerfisumbætur í menntakerfinu en það er færnismisræmi á markaði þar sem framboð og eftirspurn mætast ekki. Mikil eftirspurn er eftir iðnmenntuðu starfsfólki sem og fólki með tækni- og raungreinamenntun og auka þarf aðsókn í þessar greinar. Nýlega var kynnt fjárlagafrumvarp í Bretlandi og þar fá skólar aukið fjármagn fyrir nemanda í stærðfræðiáföngum og skólinn hefur þannig hag af því að nemendur klári ákveðin fög eða námskeið. Ég er ekki að segja að það sé eina leiðin heldur nefni þetta sem dæmi. Aðgangsstýring eða takmarkanir hafa einnig gefið góða raun. Talsvert er rætt um aukið fjármagn til háskóla en að mínu mati verða kerfisumbætur að eiga sér stað. Síðan er það nýsköpun. Ég nefndi áðan hugvit sem er gríðarlega mikilvægt. Við erum í alþjóðlegri samkeppni um hugmyndir og hvar þeim er breytt í verðmæti. Það þýðir að umgjörðin utan um rannsóknir, þróun og nýsköpun verður að vera sambærileg því sem þekkist annars staðar. Skattalegir hvatar verða að vera svipaðir því sem þekkist í öðrum löndum, því höfum við vakið athygli á að þakið þurfi að taka af endurgreiðslu vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Ef við erum með þak sem er lágt eins og það er í dag erum við að senda út kolröng skilaboð um að þetta sé land fyrir sprota- og lítil fyrirtæki en um leið og þau stækki séu þau betur staðsett annars staðar. Auðvitað viljum við sprotana og litlu fyrirtækin en þegar þau stækka viljum við líka hafa þau hér og þeirra verðmætu störf. Þessu þarf að breyta og ég held að það væri snjallt að leggja áherslu á einhverjar tilteknar greinar eins og önnur lönd hafa gert.“Vilja einfaldara kerfiAri Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, benti í viðtali í Markaðnum fyrir tveimur vikum á að hér skortir haldbærar upplýsingar um byggingastarfsemi og þá hversu mikið verktakar eru að byggja og hvar. Einu upplýsingarnar sem séu fáanlegar komi frá starfsmönnum Samtaka iðnaðarins sem keyri um og telji. Þarf ekki að bæta úr þessu? „Við eigum mjög langt í land heilt yfir þegar kemur að upplýsingum. Hvort sem það snertir menntun, hugverkaiðnaðinn eða aðrar greinar og það á einnig við um byggingamarkaðinn,“ segir Sigurður og bætir við að helsta vandamálið á húsnæðismarkaði sé skortur á framboði íbúða. „Það vantar fleiri íbúðir og því voru vonbrigði í talningu okkar um daginn að það lítur út fyrir að færri íbúðir verði byggðar á næstu árum en í spánni sem við birtum í byrjun árs. Uppbygging gerist hægar sem er slæmt. Þétting byggðar er góðra gjalda verð en hún gerist of hratt og ný hverfi þróast of hægt. Það er dýrara og tímafrekara enda þarf að rífa það sem fyrir er og flóknara ferli hjá skipulagsyfirvöldum. Við viljum sjá meira framboð lóða og einfaldari stjórnsýslu og ég fagna því að vísbendingar séu um þetta í stjórnarsáttmálanum. Ég skora á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála í landinu. Í dag eru þessi mál á hendi þriggja ráðuneyta og það er síst til að einfalda málin. Það sem þarf að gera er að einfalda stjórnsýslu, allar þessar leyfisveitingar og ferlið í kringum þær sem er mjög tímafrekt. Á sama tíma og stefnan í Reykjavík er að þétta byggð eru öflugir verktakar að byggja á Selfossi og í Reykjanesbæ því þeir fá ekki lóðir hér. Þétting byggðar leiðir til þess að byggðin dreifist út í nágrannasveitarfélög sem var væntanlega ekki planið en er engu að síður staðreynd.“ Framleiðsluþingið verður haldið í Hörpu og þar verður einnig farið inn á ímynd og markaðssetningu íslensk iðnaðar. „Goddur prófessor í grafískri hönnun kemur til með að tala um það og síðan kemur danskur sérfræðingur frá Dansk Industri og segir frá þeirra reynslu en Danir eru miklir markaðsmenn og hafa náð miklum árangri í að koma sínum vörum á framfæri. Þar er óplægður akur fyrir okkur að mínu mati en eitt allra stærsta tækifæri fyrir Ísland er það sem snýr að markaðssetningu. Við ætlum einnig að tala um fótspor framleiðslugreinanna hér á Íslandi en þetta eru um 17.000 störf og um 120 milljarða launagreiðslur og 270 milljarðar í gjaldeyristekjur eða fjórðungur af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Rekstrartekjurnar eru tæplega 600 milljarðar og opinberu gjöldin eru 23 milljarðar eða næstmest allra greina. Það sem þetta segir okkur er að það skiptir samfélagið miklu máli að við framleiðum á Íslandi. Þetta er mikil velta, skapar gjaldeyri og störf. Ég held að það sé umhugsunarefni að með vali höfum við áhrif. Það gildir bæði um okkur sem einstaklinga í hinu daglega lífi en einnig hið opinbera.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
„Ef við tækjum tíu prósent af innflutningi og keyptum í staðinn innlendar vörur eða framleiddum þær hér yrðu til 1.600 bein og óbein störf. Veltan næmi 40 milljörðum króna. Áhrif á greiðslujöfnuð væri um eitt prósent og við þannig að spara gjaldeyri. Þetta sýnir það hvernig við getum haft heilmikil áhrif með vali,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), og bætir við að hið opinbera þurfi að fara fram með góðu fordæmi og versla í auknum mæli við innlenda framleiðendur. „Það sem er áhugavert í þessu er að samkvæmt lögum skal verja um einu prósenti af kostnaði við nýbyggingar á vegum ríkisins til kaupa á listaverkum. Þegar kemur að öðrum þáttum, eins og húsgögnum, innanstokksmunum og annarri hönnun, þá eru engar slíkar kröfur. Ef við skoðum stóru myndina þá koma 45 af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu frá hinu opinbera. Það hefur því mikið að segja um hvernig samfélagið þróast og hvort hér verði til sprotar sem vaxi úr grasi. Þarna hafa Danir náð talsverðum árangri. Þess vegna er skrýtið að sjá opinberar byggingar hér eins og Hörpu eða Veröld – hús Vigdísar þar sem innanstokksmunir eru að öllu eða mestu leyti innfluttir. Þetta eru dýrar hönnunarvörur og ekki sjónarmiðið um verð sem ræður þar ríkjum. Þarna erum við að glata tækifærinu að byggja upp íslenskan iðnað sem snertir bæði hönnuði og framleiðendur,“ segir Sigurður og vísar til nýlegrar skýrslu Business Europe um að hver tíu störf í framleiðslu skapi önnur sex afleidd.Ímyndin virðisskapandi SI halda í dag í fyrsta sinn framleiðsluþing þar sem kastljósinu verður beint að helstu tækifærum og áskorunum þeirra sem framleiða hér á landi. Sigurður bendir í því samhengi á að ímynd Íslands geti aukið virði þeirra vara sem hér eru framleiddar en að framleiðslan geti einnig stutt við jákvæða ímynd landsins. Hvaðan vörur koma skipti máli enda taki verðlagning oft mið af uppruna vöru eða þjónustu. „Ímynd landa skapar í rauninni virði fyrir vörur og þjónustu sem þaðan koma. Ef lönd hafa jákvæða ímynd þýðir það að vörur og þjónusta þaðan er verðmætari,“ segir Sigurður og nefnir þekkt dæmi eins og framleiðslu armbandsúra í Sviss, bíla í Þýskalandi og víngerð í Frakklandi. „Vörur fá aukið virði fyrir að vera framleiddar þar. Fólk tengir þær við ákveðin gæði og sérstöðu. Það er einnig þannig að framleiðslan sjálf styður við ímyndina. Ef vörur frá viðkomandi landi eru þekktar fyrir gæði batnar ímynd landsins og það verður eftirsóknarverðara. Stærsta tækifæri Íslands liggur í því að finna þessi einkenni okkar og sérstöðu og gera meira úr þeim. Það eykur virði þess sem við gerum og hefur þannig jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna þar sem landið verður eftirsóknarverðara út frá ákveðnum einkennum eða sérstöðu,“ segir Sigurður. „Lönd geta haft áhrif á heiminn á tvenna vegu. Annars vegar með formlegu valdi, til dæmis í gegnum alþjóðasamninga. En svo er einnig mjúka valdið eða menningaráhrif sem snýst um vörur eða þjónustu, menningu, hreinleika, ímynd lands og annað. Þannig verða til „sendiherrar“ sem stuðla að góðu orðspori þjóða. Þýskaland hefur verið tengt við iðnaðarframleiðslu, styrk og gæði. Sem dæmi þá er Þýskaland þekkt fyrir heimilistæki sem endast þannig að þýskir „sendiherrar“ eru á fjölmörgum heimilum víða um heim og bera Þýskalandi gott vitni, Bretland er tengt við handverk eins og handgerða leðurskó og Ísland er tengt við Björk. Sérstaða hennar er jú sköpunargáfa fyrst og fremst. Það gæti verið okkar sérstaða, hugvitið og sköpunargáfan, enda verður vöxtur 21. aldarinnar drifinn áfram af hugviti rétt eins og vöxtur 20. aldarinnar var drifinn áfram af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda. Þar höfum við búið til ákveðna sérstöðu í flottum fyrirtækjum sem hafa náð árangri líkt og Marel, Össur og CCP sem byggja á sköpunargáfu og hugviti. Okkar tækifæri liggja þar og í hönnuninni sem er að ryðja sér meira og meira til rúms og vægi hennar í að auka virði vara er alltaf að aukast. Eitt frægasta dæmið er Apple en það er ekkert merkilegra við símana þeirra en að þeir eru vel hannaðir sem gerir þá verðmætari. Mikil sóknarfæri felast í því að fjölga okkar „sendiherrum“,“ segir Sigurður og heldur áfram. „Ólíkir aðilar þurfa að taka höndum saman, kortleggja þessi einkenni okkar, ræða þau gæði og sérstöðu sem við búum yfir og hvar við eigum að sækja fram. Þegar það liggur fyrir þarf að verða vitundarvakning þannig að við sem einstaklingar, atvinnulíf og hið opinbera áttum okkur á þessum gæðum og sérstöðu. Með vali getur hið opinbera stutt við þessi einkenni þannig að ímynd landsins batni sem þýðir að verðmæti framleiðslu og þjónustu eykst sem hefur jákvæð áhrif á útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustu og sjávarútveg og þar með þau lífsgæði sem samfélagið getur staðið undir. Þess vegna ætti þetta að verða eitt stærsta verkefni stjórnvalda og atvinnulífs á komandi misserum.“Staðan oft betri Koma Costco hingað til lands hefur haft áhrif á marga félagsmenn SI og dæmi eru um að fyrirtæki hafi þurft að draga úr framleiðslu og segja upp fólki. Sigurður segir aukna samkeppni á neytendamarkaði vera af hinu góða enda kalli hún á aukið hagræði og framleiðni. Opnun Costco hafi aftur á móti einnig þau áhrif að innfluttum vörum sé í auknum mæli beint að neytendum. „Það hefur áhrif á samfélagið og við höfum heyrt fjölmörg dæmi um störf sem hafa tapast vegna þessara áhrifa á þessu ári. Áhrifin komu snemma fram. Umbreyting verður í smásölu með tilkomu Costco og ég geri ráð fyrir að aðrir smásalar hafi og muni bregðast frekar við. Viðhorf neytenda til innlendra framleiðenda er jákvætt og samkvæmt nýlegri könnun líta 81 prósent jákvæðum augum á innlenda framleiðslu. Vandamálið er að innlendum vörum er í minni mæli beint að neytendum og afleiðingarnar af því eru heilmiklar. Störfum fækkar, velta dregst saman og virðisaukinn verður til erlendis sem hefur áhrif á greiðslujöfnuð og samfélagið í heild sinni. Þetta snýr að samfélagsábyrgð og vitund okkar sem neytenda,“ segir Sigurður. „En svo sjáum við einnig að samkeppnishæfnin hefur versnað með tímanum hjá framleiðslugreinum, meðal annars vegna gengisbreytinga og mikilla launahækkana og það hefur auðvitað áhrif. Samkeppnisstaðan hefur oft verið betri en nú.“Hefði mátt bregðast við fyrr með frekari hagræðingu eða öðrum aðgerðum hjá framleiðendum? „Ég er ekki viss um það. Það hefur átt sér stað hagræðing hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og menn hafa lagt sig fram við að auka framleiðni. Ég er ekki viss um að það hefði verið hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi. Fjarlægð frá mörkuðum hefur sitt að segja varðandi verðlag. Þess vegna er einkennilegt að sjá innfluttar vörur í Costco hér sem eru ódýrari en í Costco í Bretlandi. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig það getur staðist.“Mikil eftirspurn Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu undirstrikað áherslu þeirra á að tækni- og raungreinum verði gert hærra undir höfði í menntakerfinu og íslensku samfélagi öllu. Í október stóðu þau fyrir sínu árlega Tækni- og hugverkaþingi og þar kom að sögn Sigurðar bersýnilega fram hversu mikla áherslu félagsmenn leggja á menntun. Spurningin er aftur á móti hvernig hægt sé að auka vægi iðnmenntunar. „Fyrst og fremst held ég að þetta snúist um viðhorf. Á einhvern hátt má segja að það sé sinnuleysi eins og í máli víetnamska nemans á Nauthóli. Þeirri staðreynd að nám í skilningi útlendingalaga sé einungis nám á háskólastigi en ekki iðnnám. Þessi lagabreyting fór í gegnum þingið án nokkurs mótatkvæðis sem er nokkuð sérstakt. Þetta viðhorf hefur væntanlega verið ríkjandi um margra alda skeið því þegar Hallgrímur Pétursson var og hét fyrir um 400 árum síðan var hann að nema járnsmíði í Kaupmannahöfn þegar Brynjólfur Sveinsson biskup kom að honum og sagði að svona mælskur maður ætti frekar heima í háskóla. Iðnnám hefur hingað til ekki opnað leiðir inn í háskólanám en með fagháskólastigi verður breyting þar á. Þá þarf ekki að fara í undirbúningsnám eftir iðnnám og ég held að þetta sé mjög til bóta. Síðan er ýmsar umbætur sem við höfum unnið að með hinu opinbera sem eru þá tæknilegs eðlis. Til þess að auka öryggi nemenda í því að geta klárað námið af því að fólk byrjar og fær vilyrði fyrir því að komast á samning hjá meistara. Síðan verður kannski samdráttur í samfélaginu og það gengur ekki upp og þá fær hann ekki pláss og neminn getur ekki klárað. Það er eitt dæmi sem við höfum verið að vinna í og ný ríkisstjórn hlýtur að taka þessi mál föstum tökum. Við sjáum líka að við erum í miðri fjórðu iðnbyltingunni margumtöluðu og þar verður mikil breyting á störfum þar sem hluti þeirra mun hverfa og ný verða til. Meiri áhersla verður lögð á sköpunargáfu og hæfileika til að leysa verkefni. En það verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað fólk á vinnumarkaði þrátt fyrir gervigreind og aðrar breytingar.“Hvað áherslur viljið þið sjá hjá nýrri ríkisstjórn? „Fyrst og fremst þarf að vinna að aukinni samkeppnishæfni Íslands. Það þarf að ráðast í innviðauppbyggingu. Við höfum bent á að uppsöfnuð viðhaldsþörf nemi nærri 400 milljörðum, mest í vegakerfinu, flutningskerfi raforku, fráveitum og fasteignum hins opinbera sem víða liggja undir skemmdum. Það er jákvætt að ríkisstjórnin ætli að beita sér í þessum málum. Síðan þarf kerfisumbætur í menntakerfinu en það er færnismisræmi á markaði þar sem framboð og eftirspurn mætast ekki. Mikil eftirspurn er eftir iðnmenntuðu starfsfólki sem og fólki með tækni- og raungreinamenntun og auka þarf aðsókn í þessar greinar. Nýlega var kynnt fjárlagafrumvarp í Bretlandi og þar fá skólar aukið fjármagn fyrir nemanda í stærðfræðiáföngum og skólinn hefur þannig hag af því að nemendur klári ákveðin fög eða námskeið. Ég er ekki að segja að það sé eina leiðin heldur nefni þetta sem dæmi. Aðgangsstýring eða takmarkanir hafa einnig gefið góða raun. Talsvert er rætt um aukið fjármagn til háskóla en að mínu mati verða kerfisumbætur að eiga sér stað. Síðan er það nýsköpun. Ég nefndi áðan hugvit sem er gríðarlega mikilvægt. Við erum í alþjóðlegri samkeppni um hugmyndir og hvar þeim er breytt í verðmæti. Það þýðir að umgjörðin utan um rannsóknir, þróun og nýsköpun verður að vera sambærileg því sem þekkist annars staðar. Skattalegir hvatar verða að vera svipaðir því sem þekkist í öðrum löndum, því höfum við vakið athygli á að þakið þurfi að taka af endurgreiðslu vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Ef við erum með þak sem er lágt eins og það er í dag erum við að senda út kolröng skilaboð um að þetta sé land fyrir sprota- og lítil fyrirtæki en um leið og þau stækki séu þau betur staðsett annars staðar. Auðvitað viljum við sprotana og litlu fyrirtækin en þegar þau stækka viljum við líka hafa þau hér og þeirra verðmætu störf. Þessu þarf að breyta og ég held að það væri snjallt að leggja áherslu á einhverjar tilteknar greinar eins og önnur lönd hafa gert.“Vilja einfaldara kerfiAri Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, benti í viðtali í Markaðnum fyrir tveimur vikum á að hér skortir haldbærar upplýsingar um byggingastarfsemi og þá hversu mikið verktakar eru að byggja og hvar. Einu upplýsingarnar sem séu fáanlegar komi frá starfsmönnum Samtaka iðnaðarins sem keyri um og telji. Þarf ekki að bæta úr þessu? „Við eigum mjög langt í land heilt yfir þegar kemur að upplýsingum. Hvort sem það snertir menntun, hugverkaiðnaðinn eða aðrar greinar og það á einnig við um byggingamarkaðinn,“ segir Sigurður og bætir við að helsta vandamálið á húsnæðismarkaði sé skortur á framboði íbúða. „Það vantar fleiri íbúðir og því voru vonbrigði í talningu okkar um daginn að það lítur út fyrir að færri íbúðir verði byggðar á næstu árum en í spánni sem við birtum í byrjun árs. Uppbygging gerist hægar sem er slæmt. Þétting byggðar er góðra gjalda verð en hún gerist of hratt og ný hverfi þróast of hægt. Það er dýrara og tímafrekara enda þarf að rífa það sem fyrir er og flóknara ferli hjá skipulagsyfirvöldum. Við viljum sjá meira framboð lóða og einfaldari stjórnsýslu og ég fagna því að vísbendingar séu um þetta í stjórnarsáttmálanum. Ég skora á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála í landinu. Í dag eru þessi mál á hendi þriggja ráðuneyta og það er síst til að einfalda málin. Það sem þarf að gera er að einfalda stjórnsýslu, allar þessar leyfisveitingar og ferlið í kringum þær sem er mjög tímafrekt. Á sama tíma og stefnan í Reykjavík er að þétta byggð eru öflugir verktakar að byggja á Selfossi og í Reykjanesbæ því þeir fá ekki lóðir hér. Þétting byggðar leiðir til þess að byggðin dreifist út í nágrannasveitarfélög sem var væntanlega ekki planið en er engu að síður staðreynd.“ Framleiðsluþingið verður haldið í Hörpu og þar verður einnig farið inn á ímynd og markaðssetningu íslensk iðnaðar. „Goddur prófessor í grafískri hönnun kemur til með að tala um það og síðan kemur danskur sérfræðingur frá Dansk Industri og segir frá þeirra reynslu en Danir eru miklir markaðsmenn og hafa náð miklum árangri í að koma sínum vörum á framfæri. Þar er óplægður akur fyrir okkur að mínu mati en eitt allra stærsta tækifæri fyrir Ísland er það sem snýr að markaðssetningu. Við ætlum einnig að tala um fótspor framleiðslugreinanna hér á Íslandi en þetta eru um 17.000 störf og um 120 milljarða launagreiðslur og 270 milljarðar í gjaldeyristekjur eða fjórðungur af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Rekstrartekjurnar eru tæplega 600 milljarðar og opinberu gjöldin eru 23 milljarðar eða næstmest allra greina. Það sem þetta segir okkur er að það skiptir samfélagið miklu máli að við framleiðum á Íslandi. Þetta er mikil velta, skapar gjaldeyri og störf. Ég held að það sé umhugsunarefni að með vali höfum við áhrif. Það gildir bæði um okkur sem einstaklinga í hinu daglega lífi en einnig hið opinbera.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira